fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Kallaður á teppið hjá utanríkisráðherra Ungverjalands

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. maí 2020 12:58

Þórir Ibsen. Mynd- UTR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Péter Szijjártó, utanríkisráðherra Ungverjalands, sakar utanríkisráðherra norðurlandanna um falsfréttir og hræsni vegna bréfs þeirra til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, en þar lýsa þeir áhyggjum sínum af ótakmörkuðu valdi forsætisráðherra Ungverjalands, Viktors Urban, í kjölfar aukinna valdheimilda hans vegna kórónuveirufaraldursins. Ungverska þingið samþykkti í mars að veita Urban ótímabundið tilskipunarvald og þarf ríkisstjórn hans því ekki samþykki á þinginu fyrir neinum aðgerðum sem grípa á til.

Hefur Szijjártó kallað á sendiherra landanna á sinn fund vegna málsins.

Meðal þeirra sem kallaðir eru á teppið er Þórir Ibsen sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi.

Ummælin dæmi sig sjálf

RÚV hefur eftir Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra Íslands, að viðbrögð hans við ummælunum séu engin:

„Þau dæma sig sjálf. Við gerum hins vegar engar athugasemdir við að sendiherrar séu kallaðir á fund, það er alvanalegt. Það er gott fyrir okkur að geta komið skilaboðum okkur áleiðis sem eru skýr. Hvernig sem fundurinn fer fram þá liggur afstaða okkur fyrir og hún mun ekki breytast.“

Þá segir Guðlaugur að halda beri merkjum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis á lofti:

„Það er alltaf nauðsynlegt en kannski sérstaklega núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur