fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Eyjan

Kallaður á teppið hjá utanríkisráðherra Ungverjalands

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. maí 2020 12:58

Þórir Ibsen. Mynd- UTR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Péter Szijjártó, utanríkisráðherra Ungverjalands, sakar utanríkisráðherra norðurlandanna um falsfréttir og hræsni vegna bréfs þeirra til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, en þar lýsa þeir áhyggjum sínum af ótakmörkuðu valdi forsætisráðherra Ungverjalands, Viktors Urban, í kjölfar aukinna valdheimilda hans vegna kórónuveirufaraldursins. Ungverska þingið samþykkti í mars að veita Urban ótímabundið tilskipunarvald og þarf ríkisstjórn hans því ekki samþykki á þinginu fyrir neinum aðgerðum sem grípa á til.

Hefur Szijjártó kallað á sendiherra landanna á sinn fund vegna málsins.

Meðal þeirra sem kallaðir eru á teppið er Þórir Ibsen sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi.

Ummælin dæmi sig sjálf

RÚV hefur eftir Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra Íslands, að viðbrögð hans við ummælunum séu engin:

„Þau dæma sig sjálf. Við gerum hins vegar engar athugasemdir við að sendiherrar séu kallaðir á fund, það er alvanalegt. Það er gott fyrir okkur að geta komið skilaboðum okkur áleiðis sem eru skýr. Hvernig sem fundurinn fer fram þá liggur afstaða okkur fyrir og hún mun ekki breytast.“

Þá segir Guðlaugur að halda beri merkjum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis á lofti:

„Það er alltaf nauðsynlegt en kannski sérstaklega núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið