fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar hæfa tilefninu

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 10. maí 2020 19:28

Gylfi Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, telur Ísland standa sterkar að vígi nú en í bankakreppunni 2008 en óvissan um framhaldið sé mikil vegna Covid-19.

Þó sé ljóst að miklar þrengingar séu fram undan hjá almenningi og fyrirtækjum:

„Það leikur enginn vafi á því að veirufaraldurinn og viðbrögð við honum munu valda verulegum efnahagssamdrætti. Ekki er ósennilegt að hann verði af svipaðri stærðargráðu og fyrir rúmum áratug. Það er þó verulegur munur á, þessi samdráttur gerist miklu hraðar og jafnframt liggur fyrir að orsökin er tímabundin. Það mun þó taka einhvern tíma fyrir hagkerfið að ná aftur svipaðri efnahagsstarfsemi og fyrir faraldur.“

Eðlilegar aðgerðir

Gylfi segir óvissuna mikla en hann telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar eðlilegar í ljósi stöðunnar:

 „Ég sé ekki betur en að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu svona í grófum dráttum eðlilegar í ljósi stöðunnar eins og hún er þekkt núna. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við þær. Hins vegar blasir við að það gæti þurft að gera meira síðar og þá fer kannski meira að reyna á hve langt menn vilja ganga í ljósi þess hve miklar skuldir ríkið mun taka á sig.“

Þetta er brot úr stærri grein sem birtist í helgarblaði DV um hvernig fræðimenn í stjórnmálafræði, mannfræði og hagfræði meta áhrif kórónuveirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður