Vegna breyttra aðstæðna hafa áformin um byggingu Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Vestfjörðum verið sett á ís. Hefur báðum starfsmönnum Vesturverks á Ísafirði verið sagt upp, framkvæmdastjóranum og upplýsingafulltrúanum. bb.is greinir frá.
Samkvæmt Jóhanni Snorra Sigurbergssyni, forstöðumanni viðskiptaþróunar HS Orku sem er stærsti eigandi Vesturverks, er ekki verið að taka fótinn af bensíngjöfinni vegna kórónuveirufaraldursins, heldur breyttra markaðsaðstæðna þar sem raforkuverð í Evrópu hafi lækkað hratt undanfarið:
„Þótt Hvalárvirkjun sé ekki hugsuð sérstaklega fyrir stóriðju er ljóst að ef hennar nýtur ekki er minni þörf á raforku í landinu,“
er haft eftir honum í Morgunblaðinu.
Áfram verður unnið að leyfismálum og rannsóknum vegna Hvalárvirkjunar, en þó ekki af sama krafti og áður. Verður staðan endurmetin á næsta ári.