fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Eyjan

Elliði „milljónasjalli“ birtir launaseðil sinn til leiðréttingar – „Er með góð laun og fel það ekki“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. maí 2020 11:12

Elliði Vignisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, sveitarstjóri Í Ölfusi, segist ekki vera með rúmar tvær milljónir króna í mánaðarlaun líkt og Jæja-hópurinn heldur fram, heldur um 466 þúsund krónum minna.

Jæja hópurinn birti mynd af bæjarstjórum þeirra fimm sveitarfélaga þar sem vinnustöðvun Eflingar fer fram, ásamt mánaðarlaunum þeirra samkvæmt árinu 2019, en Sjálfstæðisflokkurinn fer með meirihluta í öllum sveitarfélögunum. Er hópurinn því kallaður „milljónasjallarnir“ af Jæja hópnum.

Sjá einnig: Sanna sýnir stuðning og deilir myndinni af „milljónasjöllunum“

Munar yfir 20 prósentum

Elliði segir þetta hinsvegar ekki rétt og birtir launaseðil sinn þessu til staðfestingar. Hann sendir Eflingu líka pillu og segir að það hljóti að vera erfitt að semja ef tölurnar séu á reiki:

„Ég hef starfað sem bæjarstjóri í 14 ár (tólf ár sem kjörinn og nú í tvö sem ráðinn eftir auglýsingu). Laun mín eru greidd af íbúum og því hafa þau aldrei verið feimnismál fyrir mér. Ég, eins og kollegar mínir um allt land, er með góð laun og fel það ekki. Þess vegna hef ég tryggt að upplýsingar um þau séu ætíð aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins. Mér þykir það því furðulegt að í umfjöllun um sanngjörn laun skuli það þykja sanngjarnt að ýkja laun mín sem bæjarstjóra um hátt í hálfa milljón. Það hlýtur að vera erfitt að semja ef þetta er dæmi um það sem almennt er á ferðinni í þessum viðræðum. Þessu til sönnunar sé ég mér ekki annað fært en að birta nýjasta launaseðil minn.“

Jæja hópurinn segist byggja mánaðarlaun bæjarstjóranna á launum þeirra frá árinu 2019. Líklega eru þau þó fengin frá árinu 2018, en í tekjublaði Frjálsrar verslunar í fyrra var Elliði sagður með 2.26 milljónir í laun á mánuði. Tekju­út­reikn­ing­ar Frjálsr­ar versl­un­ar byggja á út­reikn­ing­um úr álagn­ing­ar­skrá rík­is­skatt­stjóra og meta því heild­ar­laun ársins á undan, 2018.

Elliði var ráðinn í júlí 2018 til Ölfuss, en hafði áður verið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið