fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Baráttan um Bessastaði – Nýr forsetaframbjóðandi kominn fram

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. maí 2020 15:18

Bessastaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjáskot af Arngrími Pálmasyni á Facebook.

Arngrímur Friðrik Pálmason er nýjasti frambjóðandinn sem býður sig fram til forseta. Hann er byrjaður að safna saman undirskriftum fyrir forsetaframboð, líkt og sjá má á rafrænum undirskriftalista á vef Þjóðskrár og island.is.

Arngrímur er 64 ára búfræðingur en hefur ekki verið starfandi síðustu 14 ár. Áður seldi hann landbúnaðarvélar. Hann sagði við Eyjuna að hann væri líklega fyrsti fatlaði forsetaframbjóðandinn:

„Það gæti bara vel verið held ég. Ef svo er þá er það bara mjög jákvætt og mjög skemmtilegt.“

 

Ofbýður

Arngrímur er spasstískur hægra megin í líkamanum og á erfitt með að standa uppréttur vegna bakverks. Honum ofbýður hvernig kerfið hefur tekið honum síðustu árin og segir ráðamenn svíkjast undan að funda með sér um stöðu mála. Því hafi hann gripið til þessa örþrifaráðs:

„Þetta framboð snýst um að mér ofbýður og ég vil ekki búa í samfélagi þar sem allt kerfið er á hvolfi. Þetta snýst um mína reynslu af kerfinu. Guðni forseti, Bjarni Benediktsson og Katrín forsætisráðherra hafa öll lofað mér fundi en svikið. Þetta er stórfurðulegt samfélag. Ég hef kallað eftir hjálp í fjöldamörg ár, en hef nú gefist upp, þetta framboð er síðasta hálmstráið. En ég treysti mér alveg í þetta með miklum sóma. Ég hef þó engan sérstakan metnað fyrir að verða forseti. Ég henti þessu fram til að sjá hvort það sé einhver eftirspurn. Þetta er gert af nauðsyn, ekki metnaði.“

Arngrímur var í slagtogi með Sturla Jónssyni, vörubílstjóra og fyrrverandi forsetaframbjóðanda í baráttu þeirra kumpána gagnvart fjármálastofnunum og uppboðsaðilum eftir hrun og heimsóttu þeir meðal annars Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi forseta, á Bessastaði og skrifuðu grein saman um lögbann á lánainnheimtur.

Sturla sagði við Eyjuna að hann kæmi ekkert nálægt framboði Arngríms, hann styddi framboð Guðmundar Franklín.

Misjafnar undirtektir

Safna þarf minnst 1500 undirskriftum og mest 3000 til að verða kjörgengur.

Arngrímur sagðist ekki vita hver staðan væri á undirskriftalistum hjá sér, sú vinna væri ekki komin í gang, nema sú rafræna.

Guðmundur Franklín Jónsson sagði við Eyjuna að hann hefði fengið 1111 undirskriftir og skiptingin væri um 50/50 milli rafrænna undirskrifta og hefðbundinna undirskrifta. Síðan tæki við strembin vinna við að sannreyna allar undirskriftirnar, svo þær yrðu allar lögum samkvæmt.

Axel Pétur Axelsson vildi ekki gefa upp nákvæma tölu um undirskriftir, en sagði að það gengi hægt og erfiðlega og mátti af orðum hans skilja að brekkan væri ansi brött, en Axel býr í Svíþjóð og kemst ekki til Íslands til að safna undirskriftum á gamla mátann. Bar hann stjórnvaldinu ekki vel kveðjuna vegna þess og taldi kórónuveirufaraldurinn einhverskonar blekkingu sem væri stormur í vatnsglasi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK