Dmitry Kaparulin hefur verið ráðinn yfir starfsemi WOW air í Rússlandi. Michele Roosevelt Edwards, stjórnarformaður Wow air, greinir frá þessu á Linkedin í dag og Viðskiptablaðið segir frá. Er þetta sagt til marks um að félagið hyggist fljúga til Rússlands þegar það getur hafið rekstur.
Kaparulin er sagður hafa starfað sem sölustjóri AirbridgeCargo í Rússlandi og áður sem framkvæmdastjóri Air Astana frá 2009-2019. Þar áður var hann sérfræðingur hjá alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA.
Giuseppe Cataldo var ráðinn umdæmisstjóri WOW á Ítalíu í byrjun febrúar, en í lok febrúar var tilkynnt að WOW air hygðist hefja frak- og farþegaflug til Rómar og Sikileyjar á næstunni.
Þau áform hafa augljóslega frestast vegna kórónuveirunnar.