fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Þróunarríki fá 276 milljónir frá Guðlaugi vegna Covid -19 -„​Ísland lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. maí 2020 15:09

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja 276 milljónum króna til þróunarríkja vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Framlagið deilist á milli stofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóðaráðs Rauða krossins, Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og samstarfsþjóða Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.

„Viðbúið er að faraldurinn geti aukið enn frekar á þá neyð sem nú þegar er fyrir hendi á svæðum þar sem sárafátækt ríkir og jafnvel skapað óróa. Það ríkir mikil samstaða um það, ekki síst meðal norrænu þjóðanna, að styðja fátækustu ríkin á þessum erfiðu tímum. Ísland lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og framlögum okkar verður að mestu leyti ráðstafað af alþjóðastofnunum og mannúðarsamtökum til þjóða þar sem þörfin er mest,“

segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Brugðist er við COVID-19 mannúðarákalli Sameinuðu þjóðanna með því að fela þremur stofnunum samtakanna að ráðstafa 70 milljónum króna. Af þeim fara 30 milljónir  til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), 20 milljónir til Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR) og 20 milljónir til Mannfjöldasjóðs SÞ (UNFPA). Að auki fer 25 milljóna króna framlag til Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA).

Til nýstofnaðs COVID-19 þróunarsjóðs SÞ (COVID-19 UN Response and Recovery Fund) verður 20 milljónum króna varið og 25 milljónum króna verður ráðstafað til orkusviðs Alþjóðabankans í því skyni að knýja heilsugæslustöðvar í sunnanverðri Afríku áfram með endurnýjanlegri sólarorku. Alþjóðaráði Rauða krossins er falið að ráðstafa 20 milljónum króna og Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins fær 28 milljónir vegna COVID-19 neyðarkalls, en hluti af framlaginu kemur til vegna rammasamnings ráðuneytisins við Rauða krossinn á Íslandi.

Til samstarfsþjóðanna fara 66 milljónir til skólamáltíða fyrir nemendur í fiskimannasamfélögum í Buikwe í Úganda sem er samstarfshérað Íslands, og 15 milljónir vegna COVID-19 viðbragðsáætlunar fyrir sjúkrahús og heilsugæslur í sama héraði. Til Malaví er 7 milljónum króna varið til viðbragðsáætlunar yfirvalda í Mangochi, samstarfshéraði Íslands.

Viðbúið er að bregðast þurfi við með frekari aðgerðum á næstu vikum og misserum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur