fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Eyjan

Ögmundur vill þjóðnýta Icelandair

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 2. maí 2020 12:38

Ögmundur Jónasson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef við ætlum á þá braut að skilgreina félagið sem kerfislega nauðsynlegt og dæla í það skattpeningum þá þarf að fara alla leið og taka það algerlega yfir. Og þá finnst mér einnig að skattgreiðendur ættu að fá hlut í eignarhaldinu á móti,“ segir Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra, í viðtali við helgarblað DV. Ögmundur fer þar yfir leiðir sem hann telur æskilegar til að bregðast við þeirri djúpu efnadagskreppu sem kórónuveiran er að leiða yfir íslenskt samfélag.

Styrkur ríkisvaldsins til fyrirtækja til greiðslu launa á uppsagnarfresti mun hafa í för með sér um 7 milljarða kostnað skattgreiðenda vegna Icelandair. Talið er líklegt að ríkið veiti Icelandair stórt lán eða styrk samhliða hlutfjáraukningu félagsins sem verið er að vinna að.

Ögmundur telur krísuna vegna COVID-19 vera tilefni til róttækrar endurskoðunar á þeim grunninnviðum sem mynda samfélagið. Hann sagði Eyjunni frá því sem hann telur nauðsynlegt að gera til að bjarga Íslandi.

Meðal annars vill Ögmundur fjölga starfsmönnum hins opinbera líkt og Samfylkingin hefur talað fyrir:

„Þessi krísa kennir okkur að heilbrigðiskerfi á vegum hins opinbera stendur á sterkari fótum en hins markaðsdrifna, líkt og Bandaríkjamenn eru að uppgötva nú. Það þarf að búa betur að innviðum okkar, eins og löggæslu. Ef það kallar á meira starfslið, þá er það samfélaginu til góðs. En því miður er ríkið í augum margra hægri manna af hinu illa, þangað til þeir leggjast inn á sjúkrahús, líkt og Boris Johnson komst að á dögunum.“

 

Sjá nánar um tillögur Ögmundar í helgarblaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 5 dögum

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn