Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Jóhannesi að erfitt sé að átta sig á hversu margir hafa misst vinnuna nú þegar. Hann sagði að töluverður fjöldi fyrirtækja sé nú að leggja mat á hvort þau muni nýta úrræði stjórnvalda um greiðslu launa í uppsagnarfresti.
Hann sagði að auk stærri fyrirtækja væru mörg minni fyrirtæki að segja fólki upp en þar nái fjöldinn því ekki að vera tilkynningaskyldur sem hópuppsagnir.
Áður en til COVID-19 faraldursins kom er talið að 25 til 30 þúsund störf hafi verið í ferðaþjónustu hér á landi.
Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa sagt upp fólki eru Arctic Adventures sem sagði öllum 152 starfsmönnum sínum upp. Fríhöfnin sagði 30 upp og 100 verður boðið að starfa áfram en í lægra starfshlutfalli. Hótel Saga sagði öllum starfsmönnum sínum upp í gær. Gray Line sagði 107 upp í gær og Kynnisferðir sögðu 150 manns upp.
Morgunblaðið segir að Vinnumálastofnun þurfi að bæta við sig 30 starfsmönnum vegna aukins álags en um 160 manns starfa nú hjá stofnuninni.