Þjóðaröryggisráð Íslands kom á fót vinnuhópi á dögunum til að „kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi“ og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni. Upplýsingaóreiða er flokkað sem rangar upplýsingar og falsfréttir, sem deilt er viljandi eða óviljandi.
Í vinnuhópnum eru þau Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, Kjartan Hreinn Njálsson frá Landlæknisembættinu, Jón Gunnar Ólafsson, doktor í fjölmiðlafræði, Anna Lísa Björnsdóttir, samskiptamiðlafræðingur, Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður, María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneytinu, Sigurður Emil Pálsson frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, Þorgeir Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Þórunn J . Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs, sem leiðir starf hópsins.
Markmið hópsins er sagt vera „að stuðla að lýðheilsu og heilbrigðisöryggi með því að kanna umfang skipulagðrar útbreiðslu rangra eða misvísandi upplýsinga um COVID-19 á Íslandi, koma á framfæri fræðsluefni um mikilvægi áreiðanlegra upplýsinga um COVID-19 og greiða fyrir því að fjölmiðlar og almenningur geti með aðgengilegum hætti kannað áreiðanleika slíkra upplýsinga.“
Í vinnu hópsins er tekið mið af skilgreiningu á hugtakinu upplýsingaóreiða sem stuðst er við í alþjóðlegu samstarfi, meðal annars á vettvangi UNESCO. Upplýsingaóreiða tekur þannig annars vegar til þess þegar röngum upplýsingum er deilt óviljandi (e. misinformation) og hins vegar til þess þegar röngum upplýsingum er deilt af ásetningi (e. disinformation).
Gerð verður könnun um hvar fólk fái upplýsingar sínar um Covid-19 og þá er greint frá því að stjórnvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi vegna upplýsinga um Covid-19, meðal annars við NATO.
Í vinnu hópsins verður horft til eftirfarandi þátta: