fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Eyjan

Icelandair stefnir á hlutafjárútboð – Almenningur getur tekið þátt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er unnið að því að afla Icelandair Group aukins fjármagns. Meðal þess sem er á döfinni er að efna til almenns hlutafjárútboðs á næstu vikum og mun almenningi gefast kostur á að taka þátt. Útboðið færi fram samhliða hlutafjárútboði til fagfjárfesta en þar er aðallega horft til lífeyris- og verðbréfasjóða. Gengið yrði á sambærilegum kjörum í báðum útboðum.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að flestir stærstu hluthafar Icelandair Group setji það skilyrði fyrir hugsanlegri aðkomu að hlutafjárútboði félagsins að kjarasamningar náist við flugstéttir félagsins til langs tíma. Talað er um að lágmarki fimm ára samning. Ef það tekst ekki verði ekkert af útboðinu.

Markaðurinn segir að fundir með hluthöfum hefjist í dag og muni stjórnendur og ráðgjafar félagsins kynna tillögur sínar um endurfjármögnun félagsins.

Greinendur Landsbankans telja líklegt að Icelandair Group þurfi að afla 150 til 200 milljóna dollara, sem svarar til 22 til 29 milljarða króna, í nýju fjármagni. Ef það takist geti staða félagsins verið góð fyrir næsta ár.

Lífeyrissjóðir leggja áherslu á að þeir muni aðeins leggja félaginu til fjármagn á viðskiptalegum forsendum. Því verði trúverðug rekstraráætlun að liggja fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist