fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Eyjan

ENGAR SUMARRÁÐNINGAR HJÁ ISAVIA OG UPPSAGNIR HJÁ FRÍHÖFNINNI

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 12:06

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engar sumarráðningar verða í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa Covid 19. Það kemur til viðbótar við þær aðgerðir sem gripið var til í lok mars þegar 101 starfsmanni félagsins var sagt upp störfum vegna áhrifa kórónuveirunnar og 37 til viðbótar boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Áður en áhrifa Covid 19 fór að gæta var áformað að ráða 140 manns í sumarafleysingar hjá Isavia. Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir hjá móðurfélagi Isavia og dótturfélögunum Isavia ANS og Isaiva Innanlands að svo stöddu.

Þá var í dag tilkynnt að 30 starfsmönnum hjá Fríhöfninni, dótturfélagi Isavia, hefði verið sagt upp störfum vegna áhrifa Covid 19. Því til viðbótar verður rúmlega 100  starfsmönnum boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. Áður en gripið var til aðgerðanna í dag störfuðu 169 manns hjá Fríhöfninni.

„Tekjur félagsins hafa dregist saman um 98 prósent. Frá upphafi faraldursins hefur verið lögð  áhersla á  að verja störf eins og hægt er. Um síðustu mánaðamót var tekin sú ákvörðun að segja ekki upp föstu starfsfólki en ráða ekki í sumarstörf hjá Fríhöfninni. Málin hafa hins vegar þróast þannig að nú er útlit fyrir að flugumferð muni verða afar takmörkuð næstu mánuði og tímabilið þar sem áhrifa Covid 19 gætir verði lengra en vonast var til,“

segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar.

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að óvissan um framhaldið í flugtengdum rekstri sé enn afar mikil:

„Ekki er hægt að útiloka að það þurfi að grípa til frekari aðgerða síðar,“ segir Sveinbjörn. „Við fylgjumst áfram vel með þróun mála, þeim ákvörðunum sem stjórnvöld um allan heim taka varðandi opnun landamæra og því sem flugfélög ákveða að gera í framhaldinu. Við höfum lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að við verðum reiðubúin til að taka við flugumferð þegar þar að kemur. Þá höfum við einnig leiðir til að hafa áhrif á ákvarðanir flugfélaga þegar kemur að því að hefja flug til og frá Íslandi á ný. Við erum í þeirri stöðu fjárhagslega að geta enn sem komið er leyft okkur að horfa til haustsins en ekki einungis til næstu vikna eða örfárra mánaða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið