fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Eyjan

Ágúst Ólafur vill skoða möguleika á því að ríkið fari inn í rekstur Icelandair

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. apríl 2020 16:56

Ágúst Ólafur Ágústsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fulltrúar Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa beðið um sameiginlegan nefndarfund vegna vanda Icelandair. Samfylkingin telur afar mikilvægt að funda um stöðuna á breiðum grundvelli og að þessar tvær þingnefndir Alþingis taki málið til umfjöllunar,“ segir í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni. Einn þingmannanna, Ágúst Ólafur Ágústsson, segir í viðtali við DV að hann telji vel koma til greina að ríkið komið að rekstri Icelandair sem hluthafi.

„Það er óvenjulegt að nefndir Alþingis fundi saman en við teljum vera ríkt tilefni til að staða Icelandair verði rædd á vettvangi þingsins. Þetta má ekki bara verða prívat samtal milli félagsins og einhverra ráðherra og ég tel mikilvægt að þingið komi inn í þetta samtal. Við munum kalla eftir upplýsingum um hvernig staðan er og hvaða möguleikar eru fyrir hendi en mér er ofarlega í hug að verja starfsemi annars vegar og verja störf hins vegar. Þetta fyritæki er bara svo mikilvægt. Ef það er eitthvert flugfélag í Evrópu sem er mikilvægt fyrir eitt hagkerfi þá er þá er það Icelandarr. Ein af þeim leiðum sem hljóta að koma til greina er að ríkið komi með einhverjum hætti inn í Icelandair sem hluthafi,“ segir Ágúst Ólafur.

Ríkið á þá að taka þátt í rekstri félagsins?

„Mér finnst það fullkomlega koma til greina. Mér finnst mikilvægt að við séum ekki föst í einhverri gamaldagshugsun um að þjóðnýta tapið og einkavæða hagnaðinn. Ef almenningur kostar til fjármunum til að bjarga svona fyrirtæki þá á almenningur að njóta góðs af því þegar uppbyggingin hefst. Síðan er hægt að selja hlut ríkisins þegar fram líða stundir.“

Ágúst Ólafur segir þetta þó bara vera eina af leiðunum sem koma til greina en aðalatriðið sé að Icelandair verið forðað frá falli:

„Lykilatriði er samt að við megum ekki missa Icelandair. Þetta er kerfislega mikilvægt fyrirtæki. Ef þetta er orðið það mikilvægt fyrirtæki að við getum ekki látið það falla, þá finnst mér koma til greina að ríkið komi að rekstri fyrirtækisins sem eigandi. En þetta er bara ein af leiðunum sem koma til greina. Við megum ekki festast í einhverjum gömlum hægri kreddum. Mörg þúsund starfsmenn reiða sig á Icelandair, íslenskt hagkerfi reiðir til á Icelandair og Icelandair má ekki falla.“

Ágreiningur meðal stjórnarliða

Eins og við greindum frá fyrr í dag er ágreiningur um það meðal stjórnarliða með hvaða hætti ríkið eigi að koma Icelandair til aðstoðar. Óli Björn Kárason hjá Sjálfstæðisflokki vill ekki að ríkið taki þátt í rekstri félagsins en segir að ríkið gæti þó veitt því lán. Við þessu hefur Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG brugðist:

„Seint munum við Óli Björn vera sammála um afskipti ríkisins af efnahagsmálum og kemur það því engum á óvart að ég ósammála yfirlýsingum hans um að hann sé á móti því að ríkið taki þátt í rekstri Icelandair við þessar aðstæður.“

Hún segir að leiðin sen Óli Björn vill fara sé í raun ríkisstyrkur án skilyrða:

„Reyndar er hann mjög óskýr í sínum orðum og vill ekki að ríkið taki þátt í rekstri félagsins en að það sé í lagi að ríkið styðji við það með lánum með þeim skilyrðum að aðrir hluthafar láni fyrirtækinu líka og að ríkið eigi að greiða laun starfsmanna í uppsagnarfresti. Þessar tillögur eru í raun ríkisstyrkur en án allra skilyrða !! Nema auðvitað til að tryggja hag hinna hluthafanna í fyrirtækinu…sem eiga skv. Óla Birni að lána EF rikið lánar. Á svona tímum er ekkert pláss fyrir neina feimni eða frjálshyggju í dulargervi þegar kemur að ríkisafskiptum af stórum og þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum á borð við Icelandair.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 5 dögum

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn