fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Eyjan

Engar hvalveiðar í sumar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. apríl 2020 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvalur hf. mun ekki stunda hvalveiðar í sumar. Ástæðan er að japönsk stjórnvöld niðurgreiða hvalveiðar þarlendra útgerða svo mikið að ekki er hægt að keppa við þær þar sem það skiptir japönsku útgerðirnar litlu máli hvað þær fá fyrir afurðirnar á markaði.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Þetta er annað árið i röð sem hvalveiðar Hvals hf. falla niður. Haft er eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf, að ekki sé nóg með að lágt verð fáist fyrir afurðirnar heldur séu endalausar kröfur um prufur og efnagreiningar á afurðum frá Íslandi en slíkar kröfur séu ekki gerðar til afurða japanskra útgerða.

Einnig er haft eftir honum að þótt markaðsaðstæður í Japan væru góðar þá sé nánast vonlaust að vinna við hvalskurð vegna kórónuveirufaraldursins því þar vinni fólk svo þétt saman.

Nú er unnið að rannsóknum á hvort hægt sé að nýta langreyðarkjöt í járnríkt fæðubótarefni fyrir fólk sem þjáist af blóðleysi og hvort hægt er að framleiða gelatín úr beinum og hvalspiki en gelatín er hægt að nota til lækninga og í matvælavinnslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar