fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Róbert Spanó kjörinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. apríl 2020 14:09

Róbert Spanó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Spanó var í dag kjörinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, en hann var kjörinn varaforseti fyrir ári síðan. Hann tekur við embættinu þann 18. maí af Linos-Alexandre Sicilianos frá Grikklandi.

Róbert hefur verið dómari við réttinn frá árinu 2013 og var kjörinn forseti sinnar dómdeildar í maí 2017, eftir þrjú og hálft ár við réttinn.

Hann var meðal dómara MDE í Landsréttarmálinu sem taldi að Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra hefði gerst brotleg við 6. grein mann­rétt­inda­sátt­­­­mála Evr­­­­ópu, sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­­­­með­­­­­­­ferðar fyrir dómi.

Alls eiga 47 dómarar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins sæti í Mannréttindadómstólnum.

Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og tryggir að aðildarríki Evrópuráðsins virði þau réttindi sem kveðið er á um í sáttmálanum. Dómstóllinn hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi.

Borgarar í aðildarríkjum Evrópuráðsins geta leitað til mannréttindadómstólsins telji þeir að stjórnvöld hafi beitt þá órétti. Dómstóllinn rannsakar kærur um brot sem honum berast frá einstaklingum eða ríkjum og ef hann telur að ríki hafi brotið gegn ákvæðum sáttmálans þá dæmir hann í málinu.

Dómstóllinn hefur kveðið upp rúmlega 10.000 úrskurði um mannréttindabrot og ber aðildarríkjum Evrópuráðsins skylda til að fara eftir úrskurðum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur