fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Gagnrýnir ummæli verkalýðsforingja – Ríkissjóður ekki ótæmandi auðlind

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. apríl 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, fer nokkuð hörðum orðum um ummæli sem höfð voru eftir verkalýðsforingjum í útvarpsþættinum Speglinum á RÚV síðastliðinn föstudag, í  leiðara blaðsins í dag. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar vöruðu þar við því að ef ríkisstjórnin stæði ekki við sinn hlut í lífskjarasamningunum sem undirritaðir voru í fyrra yrði látið sverfa til stáls. Jón bendir á að lífskjarasamningarnir voru gerðir við allt aðrar aðstæður en nú eru uppi.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir þremur dögum að lífskjarasamningnum yrði sagt upp ef stjórnvöld stæðu ekki við fyrirheit í húsnæðismálum:

„Þetta eru svo stór atriði að við get­um ekki litið fram hjá þeim. Við erum að fara inn í maí og það stefn­ir í að rík­is­stjórn­in ætli ekki að af­greiða frum­vörp um fyrstu kaupa lán­in á íbúðum, um leigu­vernd­ina og bann við 40 ára verðtryggðum jafn­greiðslu­lán­um. Frum­vörp­in eru til­bú­in. Það tók eitt og hálft ár að vinna þau. Þessi mál hafa ekki einu sinni verið lögð fram á þingi. Þau voru hluti af lífs­kjara­samn­ingn­um og ef þau verða ekki af­greidd er samn­ing­ur­inn fall­inn af okk­ar hálfu,“ sagði Ragnar Þór.

60 milljarðar til að bregðast við áföllum launafólks

Í leiðara sínum bendir Jón á að framundan sé mikið fjárflæði úr ríkissjóði einmitt til handa launafólki:

„Ríkissjóður er í þeim svifum að axla hundruð milljarða skuldbindingar til verndar afkomuöryggi fólks, ekki aðeins í ferðaþjónustu heldur nær öllum atvinnugreinum. Brúarlán og hlutabætur eru dæmi um það. Ekki er ósennilegt að úr ríkissjóði muni streyma 60 milljarðar í atvinnuleysis- og hlutabætur á þessu ári og kannski meira.

Þær bætur ganga beint til fólksins sem fyrir örfáum vikum var launamenn en hefur þurft að sæta skerðingu á starfshlutfalli eða misst vinnu sína.

Það er því í besta falli afvegaleiðandi að tala um að „skilja launafólk eftir“ við þessar aðstæður. Í samanburði við þær skuldbindingar sem ríkið tókst á hendur
með lífskjarasamningum er fjárstraumurinn úr ríkissjóði fram undan í þessu skyni, risavaxinn.“

Falskur tónn

Jón segir enn fremur: „Ríkissjóður er heldur ekki óþrjótandi né ótæmandi auðlind. Allir vita að fjárins er aflað með skattlagningu á fólk og fyrirtæki. Og allir ættu að sjá að nú þegar
allar gáttir eru opnaðar, hefur innstreymi skatttekna ríkisins nær horfið.“ Hann gefur jafnframt í skyn að ekki sé heil brú í því að efna til átaka á vinnumarkaði eins og aðstæður eru nú. Allir þurfi að taka á sig áföll í ríkjandi ástandi:

„Allir verða fyrir búsifjum á þessum tímum og allir munu þurfa að axla sínar byrðar. Tal um svik í þessu sambandi er sem falskur tónn og erfitt að trúa því að það sé meining í þeim hótunum að segja upp samningum og kveikja ófriðarbál á vinnumarkaði.

Orð hafa ábyrgð og vinsældakeppni og kappi um upphrópanir þarf að slá á frest.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur