fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Eyjan

Hörður ómyrkur í máli – „Botninum hefur alls ekki verið náð“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. apríl 2020 09:02

Hörður Ægisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Meirihluti alls fólks á vinnumarkaði er nú á framfæri hins opinbera – annaðhvort sem starfsmenn eða bótaþegar. Nálægt 50 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá eða í skertu starfshlutfalli og þiggja laun í gegnum hlutabótaleiðina. Sá fjöldi á eftir að aukast verulega á komandi vikum,“

segir Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Hann er ekkert að sykurhúða hlutina og dregur forystu ASÍ til ábyrgðar:

„Við blasir stórfellt atvinnuleysi, fjöldagjaldþrot fyrirtækja, gríðarlegur efnahagssamdráttur og hratt versnandi fjárhagsstaða ríkisins sem er nauðbeygt til að dæla peningum inn í kerfið – til fólks og fyrirtækja – og þannig lágmarka tjónið fyrir samfélagið í heild sinni. Allir þurfa að taka á sig skert lífskjör með einum eða öðrum hætti og verkefnið, hjá stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins, er að halda sem flestum í vinnu. Samtal við ASÍ um leiðir til að ná því markmiði hefur engu skilað og virðist tilgangslaust. Það er ólán okkar sem þjóðar hvaða fólk hefur þar valist til forystu.“

Bjartsýnisspá AGS

Hörður segir enga leið að vita hversu djúp kreppan verði, en að vonir um skjótan efnahagsbata muni ekki ganga eftir og minnir á spá Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem taldi að atvinnuleysi hér á landi yrði átta prósent og hagkerfið skreppa saman um 7.2 prósent:

„Þótt dregin sé upp dökk mynd hjá sjóðnum er hún engu að síður of bjartsýn. Innlend neysla og eftirspurn mun taka hægt við sér samhliða því að stigin eru varfærin skref í að losa um þær hömlur sem nú eru í gildi og þá er ljóst að allar útflutningsgreinar landsins hafa orðið fyrir miklum skelli. Ferðaþjónustan, sem stendur undir 40 prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og skapar störf fyrir 25 þúsund manns, hefur skellt í lás og mun ekki ná sér á strik fyrr en í fyrsta lagi eftir um eitt ár.“

Glasið ekki hálffullt

Hörður segir engan hafa talað fyrir því að bjarga eigi öllum fyrirtækjum landsins, enda sé það í senn ómögulegt og óskynsamlegt:

„Fyrirséð er samt að ríkið þarf að koma í meiri mæli til móts við sum þeirra, meðal annars í formi styrkja til að greiða tímabundið fastan rekstrarkostnað, rétt eins og gert hefur verið í sumum nágrannaríkjum okkar. Að öðrum kosti fara þau öll saman, koll af kolli, í þrot síðar meir og samfélagslegi kostnaðurinn fellur á skattgreiðendur,“

segir Hörður og endar á þessum orðum:

„Viðbragð stjórnvalda, ríkisins og Seðlabankans, þarf að markast af þeirri staðreynd að við erum líklega að sjá fram á djúpa og langvinna kreppu – ólíka nokkurri sem við höfum áður upplifað – og við getum því miður ekki leyft okkur þá bjartsýni að mæla glasið hálffullt. Botninum hefur alls ekki verið náð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 5 dögum

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn