fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Eyjan

Konráð sýktist af Covid19 og segir orð Kára villandi – Telur smit sitt innanlands ekki fullrakið

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 15:02

Konráð Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Konráð Jónsson smitaðist af Covid-19 sjúkdómnum á dögunum, en hefur náð sér að fullu. Hann gagnrýnir orð Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, frá því á blaðamannafundinum í gær, er Kári lofaði smitrakningarteymið fyrir að rekja öll smit nema átta hér á landi.

Konráð  veit ekki hvernig hann smitaðist, aðeins að það gerðist innanlands. Hann segir að ekki hafi verið lögð áhersla hjá smitrakningarteyminu að komast að uppruna hans smits:

„Ég var í sambandi við smitrakningateymið fyrstu dagana eftir að ég fékk greininguna, en lítil viðleitni var gerð til að komast að því hvar ég smitaðist – aðallega var verið að reyna að komast að því hvort ég hefði smitað aðra, sem er auðvitað mikilvægt.“

Innanlandssmit sögð fullrakin

Konráð  segir að sitt smit hafi verið flokkað sem innanlandssmit og samkvæmt orðum Kára sé það því fullrakið, sem stangast á við upplifun Konráðs:

„Það hefur enginn hugmynd um hvar ég smitaðist hér á Íslandi. Inni í tölu yfir innanlandssmit, er því fullt af smitum, sem líklega hefur ekki tekist að rekja nákvæmlega, þó að vitað sé að þau hafi átt sér stað hér á landi. Það er því e.t.v. örlítið villandi að halda því fram að það sé búið að rekja öll smit nema átta. Ég myndi a.m.k. halda að það sé örlítið djúpt í árinni tekið að kalla þetta „ótrúlegan árangur“. En kannski er ég haldinn misskilningi,“

segir Konráð.

Mörg smit órakin

Í vísindagreininni sem Íslensk erfðagreining fékk birt um rannsóknir sínar hér á landi kemur fram að  uppruni stórs hluta smita sé enn órakin.

Grái liturinn stendur fyrir óþekktan uppruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 5 dögum

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn