fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

99 farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll um páskana – Lausafé Isavia uppurið eftir fimm mánuði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 08:00

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins 99 farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll frá skírdegi og fram á annan dag páska. Á síðasta ári fóru 84.000 farþegar um völlinn þessa sömu daga. Þetta hefur að vonum mikil áhrif á rekstur Isavia sem á og rekur flugvöllinn.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í dag. Þar er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að ef flugsamgöngur verði áfram í lamasessi muni ganga hratt á lausafé fyrirtækisins sem var um níu milljarðar um áramótin. Mikill fastur kostnaður fylgir rekstri flugvallarins og dugir lausafé Isavia til reksturs næstu fimm mánuði. Af þeim sökum er nú unnið að því að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins enn frekar að sögn Sveinbjarnar.

Haft er eftir honum að algjör óvissa sé um hvenær og hvernig farþegaflug muni hefjast á nýjan leik. Ef litið sé til síðasta árs megi vænta þess að farþegum muni fækka um meira en helming á milli ára. 7,2 milljónir farþega fóru um völlinn á síðasta ári og hafði þá fækkað um 28% frá 2018.

Að meðaltali störfuðu 1.360 manns hjá Isavia á síðasta ári. 101 starfsmanni var sagt upp í síðasta mánuði en fyrirtækið hefur lagt áherslu á að varðveita störfin á flugvellinum. Haft er eftir Sveinbirni að ef umsvifin aukist ekki innan fárra mánuði þurfi jafnvel að grípa til frekari uppsagna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG