fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Eyjan

Listafólk fær rúmar 500 milljónir frá Lilju vegna Covid-19 – „Nú er rétti tím­inn til að sækja fram“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 09:23

Lilja Alfreðsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menning og listir munu fá rúmar 500 milljónir til að bregðast við efnahagsáhrifum Covid-19 faraldursins og verður styrkjum úthlutað strax í næsta mánuði. Þetta kemur fram hjá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag. Á það að nægja til að brúa bilið þangað til að samfélagið tekur við sér á ný:

„Vegna mik­il­væg­is menn­ing­ar hef­ur rík­is­stjórn­in ákveðið að veita strax viðspyrnu og verður yfir hálf­um millj­arði í fyrsta aðgerðapakk­an­um varið til menn­ing­ar, lista og skap­andi greina. Þessu fjár­magni er ætlað að brúa bilið fyr­ir lista­fólkið okk­ar þar til hjól sam­fé­lags og at­vinnu­lífs fara að snú­ast á nýj­an leik.“

Mun hluti fjármagnsins fara til mikilvægra verkefna er snúa að menningarminjum og til að gera „menn­ing­ar­arf okk­ar aðgengi­legri“ að sögn Lilju.

Hún segir afrakstur slíkrar fjárfestingar óumdeildan:

„Menn­ing og list­ir eru auðlind sem skil­ar efna­hags­leg­um gæðum til sam­fé­lags­ins í formi at­vinnu, fram­leiðslu á vöru og þjón­ustu til neyslu inn­an­lands og út­flutn­ings. Við þurf­um ekki annað en að horfa til þeirra landa sem fremst eru, þar sem rann­sókn­ir sýna að skap­andi at­vinnu­grein­ar eru ekki ein­ung­is hratt vax­andi burðargrein­ar, held­ur eru þær sveigj­an­legri, vaxa hraðar en aðrar at­vinnu­grein­ar, skapa aukið virði inn­an annarra at­vinnu­greina og eru oft ná­tengd­ar því sem helst virðist horfa til framtíðar. Þessi lönd hafa með ýms­um hætti reynt að greiða leið frum­kvöðla og fyr­ir­tækja á sviði skap­andi greina með hvetj­andi aðgerðum. Nú er rétti tím­inn til að sækja fram. Menn­ing­in verður efld og við reiðum okk­ur á skap­andi grein­ar til framtíðar. Ljóst er að þar er einn okk­ar mesti auður og vilj­um við rækta hann áfram.“

Þess má geta að í gær lagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, til að listamannalaun næðu til 3500 manns í stað um 330 og upphæðin að sama skapi myndi tífaldast, úr um 650 milljónum í 6.5 milljarð.

Sjá nánar: Ágúst Ólafur vill tífalda listamannalaun – „Slíkt myndi kosta um 6,5 milljarða“

Sjá nánar: Brynjar telur Ágúst Ólaf skorta tengingu við raunveruleikann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór

Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“