fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Eyjan

Kolbrún gagnrýnir endurskoðandann – „Af hverju sagði maðurinn ekkert fyrr?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 13:30

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og greint var frá í morgun sagði Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður og endurskoðandi sig úr endurskoðendanefnd Reykjavíkurborgar í fyrradag. Tilefnið var braggaskýrsla Reykjavíkurborgar, sem hann sagði stungið undir stól, og hvernig Reykjavíkurborg stóð að reikningsskilum vegna Félagsbústaða, sem Einar segir ekki standast skoðun.

Úrsagnarbréf Einars má lesa hér.

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, segir undarlegt að það hafi tekið svo langan tíma hjá Einari að komast að þessari niðurstöðu, þar sem Einar hafi margsinnis verið spurður út í þessi atriði þegar hann sat ítrekað fyrir svörum í borgarráði:

„Ég verð að lýsa undrun minni yfir að Einar segi að Braggaskýrslunni hafi verið  stungið undir stól. Af hverju sagði maðurinn ekkert fyrr þar sem hann var margspurður um hvað þeim þætti um þessa skýrslu og hvort ekki væri þarna meint misferli sem þyrfti að kanna? Þá var svarið alltaf nei,“

segir Kolbrún við Eyjuna.

Úttekt hafnað

Hún nefnir einnig að Flokkur fólksins hafi margoft gagnrýnt þessar reikningsskilaaðferðir Reykjavíkurborgar varðandi Félagsbústaði, þar sem þær standist ekki lög. Lagði Kolbrún fram tillögu um að gerð yrði rekstrarúttekt á Félagsbústöðum sumarið 2018, en tillögunni var vísað frá af meirihlutanum.

Fari mannavillt

Einar sagði við Eyjuna að um einhvern misskilning væri að ræða hjá Kolbrúnu, hann hafi ekki svarað fyrir þetta áður á þessum vettvangi:

„Ég kannast ekki við það nei. Það er einhver annar sem hún hefur í huga eflaust,“

segir Einar.

Síðasta úrræðið

Aðspurður um tímasetningu úrsagnar sinnar, hvers vegna Einar gripi til þess ráðs nú, en ekki fyrr, segir hann að það hafi verið eina úrræðið sem var eftir:

„Nú er verið að leggja fram ársreikning Reykjavíkurborgar á fimmtudag og ég tel það fullreynt að ég nái árangri með að hann sýni rétta niðurstöðu. Félagsbústaðir eru mjög stór hluti bókhaldins. Maður hlýtur að spyrja sig hvað Íslendingar telji sig vita um reikningsskil sem aðrar þjóðir vita ekki ? Af hverju er beitt öðrum aðferðum hér ? Ég tel að þetta sé einsdæmi hér á landi að Reykjavíkurborg skili þessu svona af sér. Ég gæti trúað því að þetta sé einsdæmi í heiminum jafnvel.“

segir Einar.

Einar má ekki tala um innihald ársreikningsins fyrr en eftir að hann verður birtur. Aðspurður hverju það breyti fyrir fjárhag Reykjavíkurborgar að gera upp íbúðir Félagsbústaða með þessum hætti, segir hann um miklar fjárhæðir að ræða:

„Það geta allir lesið ársreikning síðustu ára og séð að þetta hefur haft geysilega mikil áhrif á efnahag og afkomu Reykjavíkurborgar.“

Alls eru 1.971 íbúðir gerðar upp samkvæmt IFRS-staðli, á gangvirði en ekki kostnaðarvirði. Það er fáheyrt, þar sem Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið félag, að mati Einars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 5 dögum

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn