fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Ágúst Ólafur vill tífalda listamannalaun – „Slíkt myndi kosta um 6,5 milljarða“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. apríl 2020 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, leggur til að fjölgað verði þeim listamönnum sem þiggi listamannalaun hjá ríkinu, úr 325 manns í um 3500, sem er tíföldun. Kostnaðurinn við þá aðgerð mun sömuleiðis tífaldast, fara úr um 650 milljónum í 6.5 milljarða.

Ágúst hyggst þó ekki leggja málið fram í formi frumvarps, en þó kemur það vel til greina ef ekkert er gert. Hann vonast til að stjórnarmeirihlutinn taki málið upp:

„Ég er að vonast til að ríkisstjórnin taki tillit til þessarar hugmyndar. Nú er verið að móta hina ýmsu aðgerðarpakka fyrir hina ýmsu hópa og ég vil bara alls ekki að listafólk verið skilið eftir í þeirri vinnu. Við verðum að muna eftir listafólkinu sem er að taka á sig gríðarlegt högg,“

segir Ágúst við Eyjuna.

„Í meðfylgjandi grein er ég að leggja til nokkuð róttækar aðgerðir í þágu listafólks á Íslandi. Í stuttu máli legg ég hér til að við tíföldum listamannalaunin strax vegna ástandsins enda blasir algjört hrun hjá svo mörgum listamönnum.Ég legg til að við látum þau ná til 10 sinnum fleiri listamanna en nú er, eða til um 3.500 listamanna. Sá fjöldi er svipaður fjöldi þeirra sem er nú sjálfstætt starfandi í menningu á Íslandi. Slíkt myndi kosta um 6,5 milljarð kr,“

segir Ágúst í færslu á Facebook og vísar í grein sína á Vísi.

Hann segir að þessi aðgerð muni sporna gegn atvinnuleysi og setur heildarupphæðina í samhengi við kostnað ríkisins vegna atvinnuleysisbóta, en hann segir að hvert prósentustig í auknu atvinnuleysi, sem telji um 2000 manns, kosti ríkið sömu upphæð, eða um 6.5 milljarð.

Listin í hættu

Ágúst nefnir að listafólk hafi sýnt gildi sitt í kórónuveirufaraldrinum, en nú sé listin í hættu:

„Að undanförnu höfum við öll notið fjölmargra streymistónleika Helga Björns, Páls Óskars, Bubba, Sinfó, Aldrei fór ég suður, streymissýninga leikhúsanna og RÚV ásamt upplestrum, svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki síst á erfiðum tímum sem fólk áttar sig á gildi listarinnar. Nú er hins vegar listin í hættu, a.m.k. listafólkið okkar. Búið er að banna nær alla viðburði sem stétt listamanna reiðir sig á, bann sem hugsanlega verður langt eftir árinu og þar með talið bæjar- og menningarhátíðir sumarsins. Listafólk gefur ekki einungis lífinu gildi heldur er þetta stétt sem iðulega gefur vinnu sína þegar mikið liggur við. Við reiðum okkur á þetta ágæta fólk hvort sem það er í gleði eða sorg,“

segir Ágúst og nefnir að nú þurfi listamenn á okkur að halda:

„Ef listin á að lifa þurfum við hin því að gera eitthvað. Þessi tillaga mun spara hinu opinbera með minna atvinnuleysi, en auk listsköpunar munu aukin umsvif listamanna skila miklu fjármunum í ríkissjóð. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim. Tíföldum listamannalaunin strax.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur