fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Segir kröfur útgerðanna forkastanlegar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. apríl 2020 12:42

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö útgerðir hafa krafið ríkið um ríflega 10 milljarða króna í skaðabætur auk vaxta á grundvelli þess að Hæstiréttur úrskurðaði í tveimur dómum árið 2018 að ekki hafi verið rétt staðið að úthlutun makrílkvóta á árunum 2011 til 2018. Þetta kemur fram í frétt á Kjarnanum.

Útgerðarfélögin sem hér um ræðir eru Gjög­ur hf., Ísfé­lag Vest­­manna­eyja hf., Skinn­ey-­­Þinga­­nes hf., Loðn­u­vinnsl­an hf. og Hug­inn ehf., Eskja hf. og Vinnslu­­stöðin hf.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, fer hörðum orðum um þessar kröfur útgerðarfyrirtækjanna og sakar þau um græðgi og óbilgirni. Hann fjallar um málið í pistli á Facebook-síðu sinni og segir:

Þessar kröfur eru forkastanlegar og til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni. Ágætt er að hafa í huga að dómurinn, sem kröfurnar byggja á, fjallaði ekki um að umrædd úthlutun hefði verið ósanngjörn, aðeins að hún hefði átt heima í lögum en ekki reglugerð. Álögur á útgerðir hafa löngum verið deilumál og að mínu mati hefur aðeins í tvígang tekist að koma þeim í eitthvert lag; annars vegar 2009-13 þegar sértæka auðlindagjaldið var sett á og svo núna, þar sem búið er að koma upp kerfi þar sem þriðjungur verðmætasköpunar fer í ríkissjóð og gjaldið hækkar í góðu árferði. Þar er sérstaklega hugað að uppsjávarveiði og nóg kvörtuðu þær útgerðir yfir því álagi. Holur hljómur er í þeim umkvörtunum nú og það hlýtur að þurfa að setjast sérstaklega yfir uppsjávarálagið, skoða hvort það sé nógu hátt. Þessar útgerðir verða dæmdar af verkum sínum, ef þær ætla að halda því til streitu að sælast eftir 10-15 milljörðum úr ríkissjóði (þegar vextir eru taldir með) í eigin vasa, í þeirri stöðu sem við nú erum í þar sem við þurfum hverja krónu til að komast saman í gegnum erfitt efnahagsástand.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur