fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Eyjan

Félag Ágústu fengið um 330 milljónir í arðgreiðslur frá Bláa lóninu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 15:30

Hjónin Ágústa og Guðlaugur Þór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bogmaðurinn ehf. er fyrirtæki Ágústu Johnson athafnakonu og eiginkonu Guðlaugs Þórs Guðlaugssonar, utanríkisráðherra. Félagið hlaut um 330 milljónir í arðgreiðslur frá Bláa lóninu milli áranna 2012 og 2019, en félagið á 2.4% í Bláa lóninu. Hagnaður Bogmannsins á sama tíma var um 530 milljónir króna.

Stundin greinir frá þessu og setur í samhengi við að Bláa lónið hafi verið meðal fyrstu fyrirtækja sem tilkynnti um að það ætlaði að nýta sér hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar, en með því sparar Bláa lónið sér 200 milljónir á mánuði í launagreiðslur.

Arðgreiðslur Bláa lónsins milli áranna 2012-2019 námu um 12.3 milljörðum króna alls og hefur fyrirtækið verið gagnrýnt fyrir að ganga á sjóði almennings með þessum hætti, eftir ævintýralegan hagnað síðustu ára.

Guðlaugur Þór átti helmingshlut í félaginu þangað til árið 2008, en Ágústu hefur átt það ein síðan, sem og bréfin í Bláa lóninu.

Ekki er minnst á Bogmanninn í hagsmunaskrá Guðlaugs Þórs á vef Alþingis, en þess má geta að reglur forsætisnefndar Alþingis um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum þingmanna, ná ekki til eigna, eða skulda, maka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hnífjafnt fylgi Harris og Trump – Örlítil sveifla getur ráðið úrslitum

Hnífjafnt fylgi Harris og Trump – Örlítil sveifla getur ráðið úrslitum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári skýtur föstum skotum á Ásdísi – Lofaði 1.401 íbúðum en skilaði 59

Gunnar Smári skýtur föstum skotum á Ásdísi – Lofaði 1.401 íbúðum en skilaði 59