fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Eyjan

Algert hrun í kortaveltu vegna Covid-19 hér á landi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. apríl 2020 09:19

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verulegur samdráttur var í kortaveltu í marsmánuði sem rekja má til áhrifa Covid-19 faraldursins, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Erlend kortavelta dróst jafnt og þétt saman allan marsmánuð og var í lok mánaðar um 5% þess sem hún var í upphafi hans. Þróun erlendrar kortaveltu varpar ljósi á stöðu og þróun einkennandi greina ferðaþjónustu, en ferðaþjónustufyrirtæki berjast nú mörg í bökkum, þar sem í síðustu viku var talið að aðeins um 100-500 erlendir ferðamenn væru hér á landi.

Kortavelta á innlendum kortum dróst einnig jafnt og þétt saman þegar leið á marsmánuð, ef frá eru taldir dagar þar sem tilkynntar voru breyttar reglur tengdar Covid-19 faraldrinum. Eftir að samkomubann var komið á breyttist kortavelta og dróst almennt saman, samkvæmt Hagstofu Íslands, dagana 1. -28.mars.

Þróun kortaveltu í dagvöruverslun varpar ágætu ljósi á kauphegðun heimila í mars, en veltan fer vaxandi alla vikuna og er mest á föstudögum. Veltan dregst verulega saman á sunnudögum og fer svo aftur vaxandi út vikuna. Veruleg aukning var í kortaveltu þegar tilkynnt var um breyttar reglur um samkomubann 13. mars, en þann dag var nær tvöfalt meiri velta en á meðaldegi. Eftir að samkomubanni var komið á breyttist kortavelta í dagvöru lítið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna