fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Eyjan

Alls 28 félagasamtök skipta með sér 55 milljónum vegna COVID-19

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. apríl 2020 17:00

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur veitt 28 félagasamtökum styrki upp á samtals 55 milljónir króna sem lið í því að auka þjónustu við viðkvæma hópa sem verða fyrir áhrifum vegna COVID-19 faraldursins.

Félagasamtökin veita mikilvæga þjónustu til ýmissa hópa í samfélaginu og eru styrkirnir ætlaðir til að aðstoða samtökin í að bregðast við auknu álagi í kjölfar COVID-19 faraldurins og styðja betur við skjólstæðinga sína almennt, samkvæmt tilkynningu.

Félagasamtökin sem hljóta styrki eru: Aflið Akureyri, ADHD samtökin, Alzheimersamtökin, Barnaheill, Bergið, Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Drekaslóð, Fjölskylduhjálp, Foreldrahús, Geðhjálp, Grófin geðverndarmistöð á Akureyri, Heimilisfriður, Hjálparastarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Hlutverkasetur, Hugarafl, Höndin, Kvennaathvarfið, Landsamband eldri borgara, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Píeta, Stígamót, Umhyggja – félag langveikra barna , UNICEF, Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið.

Mikilvægur hlekkur

Ásmundur Einar segir félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki:

„Það er er aukið álag á samfélaginu öllu um þessar mundirog þá ekki síst hjá viðkvæmum hópum samfélagsins. Kvíði og streita getur aukist í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og minna aðgengi að stuðnings- og þjónustukerfum, og við vitum að félagasamtök gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki þegar kemur að þjónustu við marga viðkvæma hópa. Við viljum tryggja það að þau geti haldið sínu góða starfi áfram á þessum krefjandi tímum, enda eru þau mikilvægur hlekkur í keðjunni.”

COVID-19 faraldurinn hefur raskað lífi fólks um allan heim og nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og stuðningskerfi margra viðkvæmra hópa. Álag og streita sem getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og takmarkaðra aðgengi að stuðningskerfum getur skapað aukna hættu fyrir viðkvæma hópa samfélagsins. Félagasamtökin sem hljóta þessa styrki gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við viðkvæma hópa og markmiðið með styrkveitingunni er að gera samtökin betur í stakk búin til að veita skjólstæðingum sínum stuðning og ráðgjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti