fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Yfirlæknir á Landspítalanum – „Hvernig er hægt að fara á fætur og horfa á sjálfan sig í spegli þegar maður ber ábyrgð á þeirri ákvörðun?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig er hægt að lækka laun þessa hóps í miðjum COVID faraldri? Hvernig er hægt að fara á fætur og horfa á sjálfan sig í spegli þegar maður ber ábyrgð á þeirri ákvörðun? Hvernig er hægt að láta hjá líða í meira en ár að semja við þennan hóp? Hundskist til að semja við hjúkrunarfræðinga!
Heilbrigðiskerfið virkar ekki án þeirra!“

segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í kjarnyrtri stöðufærslu á Facebook í dag, en sem kunnugt er þá lækkuðu laun hjúkrunarfræðinga um tugir þúsunda við útborgun í gær þar sem vaktaálagsauka þeirra hafði verið sagt upp fyrir nokkru, en tók gildi í gær.

Á Alþingi í dag sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra að málið væri óheppilegt og fékk harða gagnrýni fyrir.

Jón segir að hjúkrunarfræðingar séu hryggjarstykkið í starfsemi spítalans:

„Þetta er ómissandi hópur ótrúlegra einstaklinga sem brenna fyrir að aðstoða þá sem leita til okkar. Þau ykkar sem ekki hafið lent í því – Ímyndið ykkur að hafa greinst COVID, það eru hjúkrunarfræðingar sem hringja í ykkur daglega og gá að því að það sé í lagi með ykkur, veita ykkur ráð og uppörvun. Ímyndið ykkur að þið munduð fá alvarlegri COVID, það eru hjúkrunarfræðingar sem fara í hlíðarbúnað, jafnvel allan vinnudaginn og sinna ykkur, hjúkra ykkur aftur til heilsu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur