„Hvernig er hægt að lækka laun þessa hóps í miðjum COVID faraldri? Hvernig er hægt að fara á fætur og horfa á sjálfan sig í spegli þegar maður ber ábyrgð á þeirri ákvörðun? Hvernig er hægt að láta hjá líða í meira en ár að semja við þennan hóp? Hundskist til að semja við hjúkrunarfræðinga!
Heilbrigðiskerfið virkar ekki án þeirra!“
segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í kjarnyrtri stöðufærslu á Facebook í dag, en sem kunnugt er þá lækkuðu laun hjúkrunarfræðinga um tugir þúsunda við útborgun í gær þar sem vaktaálagsauka þeirra hafði verið sagt upp fyrir nokkru, en tók gildi í gær.
Á Alþingi í dag sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra að málið væri óheppilegt og fékk harða gagnrýni fyrir.
Jón segir að hjúkrunarfræðingar séu hryggjarstykkið í starfsemi spítalans:
„Þetta er ómissandi hópur ótrúlegra einstaklinga sem brenna fyrir að aðstoða þá sem leita til okkar. Þau ykkar sem ekki hafið lent í því – Ímyndið ykkur að hafa greinst COVID, það eru hjúkrunarfræðingar sem hringja í ykkur daglega og gá að því að það sé í lagi með ykkur, veita ykkur ráð og uppörvun. Ímyndið ykkur að þið munduð fá alvarlegri COVID, það eru hjúkrunarfræðingar sem fara í hlíðarbúnað, jafnvel allan vinnudaginn og sinna ykkur, hjúkra ykkur aftur til heilsu.“