Fréttablaðið skýrir frá þessu.
„Þetta er eins og fyrir jólin.“
Er haft eftir Birgi sem sagði einnig að starfsfólk hafi verið fært til innan fyrirtækisins og starfsfólki bætt við til að mæta þessari aukningu. Fleiri bílar eru notaðir við útkeyrslu og pökkum er ekið út um helgar. Þrátt fyrir þetta hafa verið tafir á afhendingu vegna álags.
Það vegur á móti þessu að erlend netverslun hefur dregist saman.
Íslandspóstur er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur fengið undanþágu frá samkomubanni en Birgir sagði það hafa verið nauðsynlegt til að hægt væri að halda starfsemi Póstmiðstöðvarinnar gangandi. Þar hafa miklar ráðstafanir verið gerðar til minnka hættuna á smiti. Miðstöðin hefur verið hólfuð niður í 11 vinnustöðvar og mega ekki vera fleiri en 20 starfsmenn í hverri. Enginn samgangur er á milli vinnustöðvanna.