fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Eyjan

Kínverjar banna hunda og kattaát

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgin Shenzhen í suðaustur- Kína er fyrsta borgin sem bannað hefur hunda – og kattaát þar í landi. Bannið tók gildi í gær og lögum samkvæmt má því ekki lengur leggja sér kött eða hund til munns, eða hvert það dýr sem alið er upp sem gæludýr.

Í febrúar var bannað að borða villt dýr í öllu landinu, í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar, en ennþá má borða kjöt hefðbundins búfénaðar, auk fiskmetis.

Sektin við að borða gæludýr verður 30 falt andvirði skepnunnar, sé virði dýrsins minnst 200 þúsund krónur. Þannig verður sektin minnst sex milljónir króna fyrir þá sem standast ekki freistinguna.

Kórónuveiran er rakin til kjötmarkaðar í Wuhan í Kína sem lýst hefur verið sem viðbjóðslegum, þar sem ekki er haft neitt fyrir hreinlæti, og blóðvökvi ýmissa dýrategunda berist auðveldlega á milli.

Heimild: CNN

Sjá nánar: Ólýsanlegur viðbjóður og sóðaskapur á matarmörkuðum í Wuhan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti