fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Kínverjar banna hunda og kattaát

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgin Shenzhen í suðaustur- Kína er fyrsta borgin sem bannað hefur hunda – og kattaát þar í landi. Bannið tók gildi í gær og lögum samkvæmt má því ekki lengur leggja sér kött eða hund til munns, eða hvert það dýr sem alið er upp sem gæludýr.

Í febrúar var bannað að borða villt dýr í öllu landinu, í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar, en ennþá má borða kjöt hefðbundins búfénaðar, auk fiskmetis.

Sektin við að borða gæludýr verður 30 falt andvirði skepnunnar, sé virði dýrsins minnst 200 þúsund krónur. Þannig verður sektin minnst sex milljónir króna fyrir þá sem standast ekki freistinguna.

Kórónuveiran er rakin til kjötmarkaðar í Wuhan í Kína sem lýst hefur verið sem viðbjóðslegum, þar sem ekki er haft neitt fyrir hreinlæti, og blóðvökvi ýmissa dýrategunda berist auðveldlega á milli.

Heimild: CNN

Sjá nánar: Ólýsanlegur viðbjóður og sóðaskapur á matarmörkuðum í Wuhan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur