fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Bandaríkjamenn birgja sig upp af byssum vegna Covid-19

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 13:07

Mynd-Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Bandarísku alríkislögreglunni FBI, var mikil fjölgun í bakgrunnsathugunum hjá skotvopnaverslunum vegna byssukaupa í mars mánuði, miðað við sama tíma í fyrra, eða 41%.

Það gefur til kynna að um 3.7 milljónir athugana voru gerðar í síðasta mánuði einum, en þær hafa ekki verið svo margar síðan bakgrunnsathugunarkerfið var fyrst tekið til notkunar árið 1998.

Ekki er hægt að slá föstu að svo margar byssur hafi í raun verið keyptar, en gefur samt vísbendingu um hugarfarið þar vestra.

Það fylki sem trónir á toppnum yfir mesta fjölda athugana er Illinois, með um 500 þúsund bakgrunnsathuganir. Þá kemur Texas, Kentucky, Flórída og California.

Samkvæmt bandarískum lögum verða mögulegir byssukaupendur að gangast undir bakgrunnsathugun áður en þeir fá byssuna afhenda, þar sem persónuskilríkja er krafist, auk upplýsinga um hvort viðkomandi sé með sakaferil. Þær upplýsingar eru sendar til FBI, sem athugar hvort viðkomandi sé á sakaskrá eða ekki.

Fylgir þjóðarpúlsinum

Ekki er óalgengt að sjá aukningu í byssusölu í samhengi við stór og umdeild mál í þjóðfélaginu þar vestra samkvæmt frétt CNN.

„Sala á byssum eykst á tímum óöryggis því Bandaríkjamenn vita að öryggi þeirra er þegar öllu er á botninn hvolft í þeirra eigin höndum,“

segir Amy Hunter hjá samtökum byssueigenda, NRA og bætir við:

„Nú er það mikilvægara en nokkru sinni að fjölskyldur hafi getuna og verkfærin sem þau þurfa til að finnast örugg og geta varið sig.“

Þess skal getið að sjálf kórónuveiran verður seint sigruð með skotvopnum, en þeir sem aðhyllast strangari byssulög þar vestra telja að þessu aukning valdi áhyggjum,þar sem aukin nánd inni á heimilum fólks í kjölfar útgöngubanns getur leitt til aukins heimilisofbeldis og haft alvarlegar afleiðingar.

Heimild: CNN

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur