fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Kínversk stjórnvöld líkja Davíð Oddssyni við Donald Trump – „Kína er ósátt við þessi ummæli og andæfir þeim kröftuglega“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. mars 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hinn 27. mars birtist í Morgunblaðinu ritstjórnargrein sem kallaðist Hið kínverska Tsjernóbyl? þar sem kom fram ómakleg gagnrýni á Kína og farið var með fleipur um Kínverska kommúnistaflokkinn (CPC). Kína er ósátt við þessi ummæli og andæfir þeim kröftuglega.“

Svo hefst yfirlýsing frá kínverska sendiráðinu á Íslandi sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar eru efnistök leiðarahöfundar sögð minna á orðræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta:

„Í greininni er CPC sakað um hæg og slæleg viðbrögð við COVID-19- faraldrinum og staðhæft er að faraldurinn vegna COVID-19 hefði sennilega ekki orðið að alheimsfaraldri ef kínversk stjórnvöld hefðu sagt satt og rétt frá. Þessar fullyrðingar minna óþægilega á ómakleg ummæli frá vissum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum sem hafa verið að úthrópa Kína undanfarið og eðlilega fara menn að velta fyrir sér af hverju þessi ritstjórnargrein var birt,“

segir ennfremur, en Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir orðræðu sína um kórónuveiruna, sem hann kallaði Kínapláguna, alveg þangað til hann ræddi við forseta Kína í síma fyrir stuttu.

Davíð Oddsson er annar ritstjóri Morgunblaðsins, en líklegt verður að teljast að hann sé höfundur umrædds leiðara.

Sjá einnig: Davíð kennir þessum um alvarleika COVID-19 – „Það ætti þó að vera orðið flest­um ljóst“

Falskar kenningar

Farið er yfir feril málsins í Wuhan, og sagt að staðreyndir skipti meira máli en orð. Er sagt að leiðari Morgunblaðsins hafi dreift „fölskum kenningum“ um hvernig faraldurinn hafi byrjað:

„Þessar ásakanir ganga þvert á staðreyndir og eru eingöngu til þess fallnar að kasta ryki í augu lesenda.“

Þá er fundið að þeim samanburði að líkja ástandinu í Wuhan við Tsjernóbyl:

„Ritstjórnargreinin ber einnig viðbrögð Kínverska kommúnistaflokksins við faraldrinum saman við viðbrögð Sovétríkjanna sálugu í sambandi við kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl og kemur með óábyrg ummæli um kínverska stjórnmálakerfið sem viðra úrelt kaldastríðsviðhorf og hugmyndafræðilega fordóma. Kína er ekki Sovétríkin sálugu, Kínverski kommúnistaflokkurinn er ekki Sovéski kommúnistaflokkurinn,“

segir í yfirlýsingunni.

Vonast eftir meiri víðsýni og staðreyndum

Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum:

„Síðan Kínverski kommúnistaflokkurinn var stofnaður 1921 hefur flokkurinn leitt kínverska alþýðu til áður óþekkts sjálfstæðis og frelsis, auk þess að stuðla að sterkum efnahag og síauknum styrk þjóðarinnar og nýtur Kínverski kommúnistaflokkurinn óskoraðs stuðnings alls 1,4 milljarða landsmanna.“

Ekki er víst að þessi setning standist skoðun, en yfirlýsingunni lýkur á þessum orðum :

„Við vonum innilega að Morgunblaðinu auðnist að verða víðsýnna, virða staðreyndir og láta af ómaklegum árásum á Kína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni