Bob Dylan gefur út nýtt lag – það birtist á netinu í dag. Murder Most Lagið fjallar um morðið á Kennedy en um leið er þetta breið sýn á bandarískt samfélag síðan þá. Lagið er heilar sautján mínútur – og maður þarf dálitið að sperra eyrun til að heyra textann.
En það er gaman að hlusta, þarna eru ótal tilvísanir í alls konar hluti – aðallega þó tónlist og tónlistarmenn, alveg frá Bítlunum til Charlie Parker og Stevie Nicks.
Þetta er fyrsta frumsamda efnið sem kemur frá Dylan í átta ár, en hann ferðast enn um og spilar á tónleikum.
Dylan var ungur maður þegar Kennedy var skotinn, þá þegar orðinn eitt frægasta söngvaskáld í Bandaríkjunum, nú er hann orðinn 78 ára, fékk Nóbelsverðlaunin fyrir þremur árum. Þetta er líka fyrsta lagið sem hann gefur út síðan þá.