fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Davíð kennir þessum um alvarleika COVID-19 – „Það ætti þó að vera orðið flest­um ljóst“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 27. mars 2020 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kín­versk stjórn­völd hafa verið dug­leg upp á síðkastið við að hrósa sjálf­um sér fyr­ir fum­laus og ör­ugg viðbrögð við kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Er þá jafn­an bent á stöðuna í hinum vest­rænu lýðræðis­ríkj­um, nú þegar far­ald­ur­inn er þar á byrj­un­arstigi, en á sama tíma er forðast að nefna viðbrögðin í Suður-Kór­eu, Jap­an eða Taív­an, sem einnig hafa náð góðum ár­angri gegn veirunni, þrátt fyr­ir að vera ekki alræðis­ríki.“

Svona hefst ritstjórnargrein Morgunblaðsins í dag þar sem Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins, heldur að öllum líkindum á penna. Davíð talar þá um Chernobyl slysið hræðilega í ljósi COVID-19 faraldursins. „Tsjernó­byl-slysið og viðbrögð stjórn­valda í Sov­ét­ríkj­un­um við því urðu á sín­um tíma til þess að eyða því litla sem eft­ir var af trú­verðug­leika þeirra, þar sem það varpaði skýru ljósi á þá staðreynd að í engu var hægt að treysta á þær yf­ir­lýs­ing­ar sem stjórn­völd gáfu. Þaggað var niður í þeim sem vildu vara við, og stofn­an­ir lögðust á eitt í af­neit­un vanda­máls­ins,“ segir í greininni.

„Um leið stofnuðu Sov­ét­menn ekki bara sínu eig­in fólki, held­ur flest­um þjóðum Aust­ur-Evr­ópu, í um­tals­verða hættu, þar sem alls ekki mátti kasta rýrð á ímynd flokks­ins eða hug­sjón komm­ún­ism­ans, sem var þó fyr­ir löngu horf­in flest­um. Því hef­ur verið haldið fram síðar, að Tsjernó­byl-slysið hafi í raun verið upp­hafið að enda­lok­um Sov­ét­ríkj­anna, ein­mitt vegna þess­ara slæl­egu viðbragða stjórn­valda.“

„Hafa horfið spor­laust“

Davíð ber þá viðbrögðin í Kína við faraldrinum saman við viðbrögð Sóvétmanna við kjarnorkuslysinu. „Viðbrögð kín­versku komm­ún­ista­stjórn­ar­inn­ar við upp­hafi far­ald­urs­ins minn­ir um margt á þá tíma. Nú er vitað, að fyrstu til­fella kór­ónu­veirunn­ar varð vart í Wu­h­an í lok nóv­em­ber, eða rúm­um mánuði áður en Kín­verj­ar viður­kenndu að um far­ald­ur væri að ræða og tveim­ur mánuðum áður en þeir settu íbúa Wu­h­an í stranga sótt­kví,“ segir höfundur.

„Þegar ung­ur lækn­ir, Li Wen­liang, tók eft­ir því að fólk væri að koma á sjúkra­húsið sem hann vann við með ein­kenni sem minntu á SARS-far­ald­ur­inn, varaði hann koll­ega sína við yfir sam­fé­lags­miðla. Fyr­ir það fékk hann op­in­bera áminn­ingu fyr­ir að „dreifa rang­færsl­um á net­inu“, sem fyrst nú hef­ur verið dreg­in til baka. Aðrir, sem reyndu að gefa um­heim­in­um mynd af ástand­inu í Wu­h­an, hafa horfið spor­laust.“

„Eða það sem verra er“

Davíð segir afleiðingu þessarar stefnu birtast okkur á hverjum degi. „Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hefði lík­lega ekki þurft að blossa upp eða verða að heims­far­aldri, ef sann­leik­ur­inn hefði mátt ráða, frek­ar en ótti um að Komm­ún­ista­flokk­ur­inn liti illa út,“ segir hann. „Fyr­ir vikið er álits­hnekk­ir hans þeim mun meiri og traustið fer þverr­andi, eins og sást af viðbrögðum á kín­versk­um sam­fé­lags­miðlum við því þegar Wen­liang lést af völd­um veirunn­ar.“

Hann segir það eflaust vera þess vegna sem Kínversk stjórnvöld reyna að þagga umræðuna. „Eða það sem verra er, reyna að breyta sög­unni um upp­haf far­ald­urs­ins. Meðal ann­ars hef­ur því verið haldið fram að veir­an hafi verið búin til í Banda­ríkj­un­um, og að Banda­ríkja­her eigi ein­hvern þátt í að far­ald­ur­inn blossaði upp í Wu­h­an-borg. Þá hafa sum­ir kín­versk­ir fjöl­miðlar reynt að láta líta svo út sem upp­hafsstað kór­ónu­veirunn­ar sé að finna á Norður-Ítal­íu.“

„Jafn­vel þegar manns­líf liggja við“

Davíð segir aðra aðferð sem kínverski Kommúnistaflokkurinn hefur beitt til þess að hylja stöðuna í landinu sé að vísa erlendum blaðamönnum úr landi. „Fyr­ir litl­ar sem eng­ar sak­ir, með þeim af­leiðing­um að færri eru nú til staðar þar sem geta varpað ljósi á hið sanna ástand í Kína,“ segir hann.

„Hvort hin hrika­legu mis­tök, sem kín­versk stjórn­völd gerðu í upp­hafi far­ald­urs­ins, kveiki neista frels­is þar í landi líkt og Tsjernó­byl gerði skal ósagt látið, þar sem komm­ún­ista­stjórn­in hef­ur frek­ar hert á helj­ar­tök­um sín­um síðustu vik­urn­ar en hitt. Það ætti þó að vera orðið flest­um ljóst, að stjórn­ar­far, sem þolir ekki að sann­leik­ur­inn sé birt­ur, jafn­vel þegar manns­líf liggja við, er ekki mik­ils virði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið