Hér er athyglisverð frétt bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC um kórónaveiruna á Íslandi. Það er fjallað um hvernig Íslendingar hafa óhikað beitt sóttkví til að sporna við útbreiðslu veirunnar, um hinar víðtæku skimanir og um hlutverk Íslenskrar erfðagreiningar sem ekki bara skimar heldur greinir mismunandi afbrigði veirunnar.
Við erum lítið land, eyja lengst úti í hafi, og sjálfsagt er margt viðráðanlegra hér en víða annars staðar – í bak við fréttina liggur sú spurning hvort önnur ríki gætu lært af viðbrögðum Íslendinga.