Dr. Anthony Fauci er heldur traustvekjandi maður. Hann birtist nú oft í fjölmiðlum vegna covid19 faraldursins í Bandaríkjunum, er helsti talsmaður heilbrigðisyfirvala.
Fauci þarf reyndar að standa í því að leiðrétta eða draga til baka alls konar missagnir sem koma frá Donald Trump. Það getur ekki verið auðvelt hlutverk.
Þetta myndband er óborganlegt. Það er frá blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Trump fer að tala um „Djúpríkið“.
Og sjáið þið svipinn á Fuci, Hann getur varla haldið niðri í sér hlátrinum og loks ber hann hendina upp að andlitinu á sér (sem á víst ekki að gera), kannski til að fela á sér svipbrigðin en á sama tíma greinir maður einhvers konar „ég get ekki meira“ eða „er þetta í alvörunni“?