fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Íslendingar minnka notkun einkabílsins samkvæmt umfangsmestu ferðavenjukönnun fyrr og síðar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. mars 2020 10:35

Væri ekki gott að sleppa við gatnaframkvæmdir að degi til á höfuðborgarsvæðinu?Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðavenjukönnun samgönguráðs og SSH er umfangsmesta könnun á ferðavenjum Íslendinga sem gerð hefur verið. Hún var framkvæmd haustið 2019 en kynnt í mars 2020. Í fyrsta sinn nær ferðavenjukönnunin til alls landsins en sambærilegar kannanir hafa verið gerðar fjórum sinnum áður fyrir höfuðborgarsvæðið. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Samgöngustofa, Isavia og Vegagerðin stóðu að könnuninni fyrir hönd samgönguráðs ásamt Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH).

Í könnuninni voru ferðavenjur fólks mældar fyrir alla samgöngumáta og niðurstöður teknar saman fyrir landið allt, einstaka landshluta, sveitarfélög og hverfi þar sem það á við. Þar sem könnunin nær til alls landsins í fyrsta sinn er nú hægt að bera saman landshluta.

Gallup framkvæmdi könnunina sem fór fram í október og nóvember 2019 og byggði á 22.790 manna úrtaki. Svarhlutfall var 42,1% sem þykir góð niðurstaða fyrir jafn umfangsmikla könnun og stórt úrtak, samkvæmt tilkynningu.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

Ferðavenjur höfuðborgar og landsbyggðar líkar

Í könnuninni voru ferðavenjur fólks mældar fyrir alla samgöngumáta og eru tölur birtar fyrir landið allt, einstaka landshluta, sveitarfélög og hverfi þar sem það á við. Þar sem könnunin nær til alls landsins í fyrsta sinn er nú hægt að bera saman landshluta. Athygli vekur að ferðavenjur höfuðborgarbúa og þeirra sem búa á landsbyggðinni eru merkilega líkar.

Könnunin staðfestir að daglegum ferðum fólks óháð ferðamátum fækkar jafnt og þétt. Þær voru 4,3 að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu árið 2011 en mældust 3,8 nú. Á landsbyggðinni eru farnar 3,6 ferðir að meðaltali. Flestar ferðir voru farnar í Reykjavík og Kópavogi (3,9) en fæstar voru þær á Austurlandi (3,3).

Meðal annarra áhugaverðra niðurstaðna var að konur (3,9) fara fleiri ferðir en karlar (3,6). Á hinn bóginn fara karlar mun fleiri ferðir (43,1) til höfuðborgarsvæðisins af landsbyggðinni en konur (33,9).

Notkun einkabíls minnkar á höfuðborgarsvæðinu

Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins sérstaklega sést að notkun hlutfall einkabíls minnkar um 2 prósentustig en notkun almenningssamgangna hækkar í 5%, en það hlutfall hafði haldist nokkuð stöðugt í 4% í öllum fyrri könnunum frá 2002.

Hlutfall ferða með einkabíl (sem bílstjóri eða farþegi) virðist nokkuð svipað í sveitarfélögum um land allt. Í flestum sveitarfélögum er það hlutfall á bilinu 70-80%. Eitt sveitarfélag skar sig þó talsvert úr öðrum, Langanesbyggð. Þar var hlutdeild einkabíls aðeins 35% og þar áberandi meirihluti sem sagðist fara sínar ferðir gangandi.

Sérstaklega var spurt um umhverfisvitund og samgöngur. Í ljós kom að meginþorri landsmanna er sammála þeirri fullyrðingu að þeir „hugsi mikið um hvað þeir geti gert til að draga úr þeim áhrifum sem þeir hafi á loftslagið/umhverfið“. Svör benda til þess að íbúar þéttbýlli svæða hugsi meira um umhverfisáhrif sín en þeir sem búa á dreifbýlli svæðum. Einnig virðast konur hugsa talvert meira um umhverfisáhrif en karlar.

Verðlag hefur mest áhrif á innanlandsflug

Notkun fólks á innanlandsflugi var könnuð sérstaklega. Notkun innanlandsflugs er langmest á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra og Austurlandi og undirstrikar mikilvægi ferðamátans fyrir þá landshluta sem fjærst eru höfuðborgarsvæðinu. Aðspurðir í könnuninni sögðu flestir verðlag hafa mest áhrif á það hvort það nýtti innanlandsflug, sérstaklega á þeim svæðum þar sem notkun innanlandsflugs er mest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK