fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Myndir Sigurgeirs eru menningarverðmæti

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. mars 2020 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn okkar allra fremsti ljósmyndari, Sigurgeir Sigurjónsson, stendur fyrir stórfenglegri ljósmyndasýningu á Facebook þessa dagana. Og það verður að segja eins og er það er dálítið gott að ylja sér við gamlar myndir og minningar á þessum napurlegu tímum.

Ferill Sigurjóns nær alveg aftur á sjöunda áratuginn, þegar hann var unglingur, og hann hefur tekið alls kyns myndir. Myndir hans af tísku og hljómsveitum frá því á bítla- og hippatímanum fanga tíðarandann einstaklega vel. þessi ljósmynd hérna er uppáhaldshljómsveitamynd mín. Þetta er Trúbrot, nýstofnuð súpergrúppa, að kvöldlagi í Lækjargötunni árið 1969. (Það má reyndar nefna að Sigurgeir tók mynd af sjálfum Jimi Hendrix.) Myndin birtist á forsíðu Vikunnar, held ég megi segja. Þau eru hreint æðislegar poppstjörnur á henni, Rúnar, Shady, Gunni, Jökullinn og Kalli.

 

 

Svo er það myndin sem er hér efst sem Sigurgeir setti á Facebook. Hún er úr seríu sem hann kallar Síðustu kaupmennirnir á horninu. Þessi mynd er úr Hallabúð sem var á Hverfisgötu 39. Á myndinni eru Björn Jónsson og Óskar Páll Ágústsson.

Eitt sinn voru svona hornbúðir út um allan bæ. Afgreiðslumennirnir voru oft líkir þessum mönnum – karlar í sloppum. Í þessum búðum sló hjarta hverfanna. Þar hittist fólk, skiptist á sögum og skoðunum, ræddi um börnin sín og nágrannana, daginn og veginn. Fyrir nokkru síðan kom út ágæt bók um hverfisbúðir af þessu tagi, það var saga Óskars Jóhannssonar í Sunnubúðinni – þar sagði hann frá ýmsu sem dreif á daga smákaupmannanna, hvernig þeir gátu jafnvel verið sálusorgarar fyrir fólk, en líka frá mikilli vinnu og erfiðum rekstrarskilyrðum.

Smákaupmönnunum var útrýmt – það var nánast eins og skipulögð aðgerð. Reistar voru stórar verslunaskemmur á jöðrum byggðarinnar og þangað var ekki hægt að komast nema á bifreið. Borgarskipulaginu var beinlínis beint gegn smáversluninni. Þarna var hægt að bjóða lægra verð en hjá kaupmanninum á horninu, stóru verslanakeðjurnar gátu þvingað framleiðendur og birgja til að lækka verð en smákaupmennirnir höfðu engin tök á því.

Og þannig hurfu búðirnar á horninu, það gerðist á frekar stuttu tímabili, eins og hendi væri veifað. Eftir er ein og ein búð – og má dást að þrautseigju eigendanna. En bæjarlífið batnaði ekki við þetta, eða hver þekkir börnin eða gamla fólkið með nafni í Bónus eða Krónunni eins og var í hverfisbúðunum?

En myndirnar hans Sigurgeirs eru menningarverðmæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Áhugavert svar Amorim
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar