„Þá er komin formleg tilkynning: Ég er komin í sóttkví heima hjá mér og sama gildir um eiginmann og dóttur,“
segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar á Facebook nú í dag. Hún fékk heimsókn frá manni sem reyndist smitaður af kórónaveirunni, en segist einkennalaus:
„Ástæðan: Á laugardagskvöldið kom vinur okkar í heimsókn sem seinna greindist smitaður. En það er enginn veikur og allir hressir; ennþá að minnsta kosti🤗“
segir Íris og nefnir að hún hafi komið upp vinnuaðstöðu á heimili sínu, en taki ekki á móti gestum:
„Ég er búin að koma upp nýrri “bæjarstjóraskrifstofu“ í Búhamrinum og mun að sjálfsögðu halda áfram að vinna eins og ekkert hafi í skorist og sinni mínum skyldum. Allir fundir í fjarfundarformi eins og undanfarnar vikur. Get samt ekki tekið á móti gestum en er alltaf til í símtal.🥰
Þetta er veruleikinn sem við búum við í dag!“