Þetta eru sterk og umhugsunarverð skilaboð á tíma kórónaveirunnar. Við á Vesturlöndum höfum lifað dæmalausa friðar- og velmegunartíma og ekki þurft að óttast um öryggi okkar í marga áratugi. Sú er ekki raunin alls staðar í veröldinni – fjarri því.
Hér eru hlutir settir í samhengi:
„Til þeirra sem nú eiga 28 pakka af pasta, þeirra sem leitað að handspritti á svarta markaðnum, þeirra sem ganga um með grímu fyrir andlitinu. Og til þeirra sem eru að hugleiða að forða sér með börnin sín frá svæði sem er sýkt af kórónaveirunni:
Aldrei framar líta niður á fólk sem flýr stríð og hungursneyð.“