fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Siguryfirlýsing Eflingar – er það þá Dagur sem tapaði?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. mars 2020 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling beinlínis lýsir yfir sigri nú þegar hafa verið undirritaðir samningar milli félagsins og Reykjavíkurborgar að loknu verkfalli. Það þýðir þá væntanlega að borgin og Dagur Eggertsson borgarstjóri – sem baráttan beindist mjög eindregið að – eru tapararnir. Sitja þá uppi með skömmina.

Þetta er dálítið óvenjulegur talsmáti að loknu verkfalli og sýnir að forysta Eflingar fer aðrar leiðir í verkalýðsbaráttunni en við höfum átt að venjast. Þau eru pólitískari, róttækari, kunna betur að reka áróður og velja sér skotmörk, vilja meiri uppstokkun á samfélaginu. Yfirlýsingin um sigur er líka eins konar herhvöt – baráttan heldur áfram! – það er gamalt slagorð af vinstri vængnum.

Oftastnær eru „aðilar vinnumarkaðarins“ þreyttir að loknu samningaþófi, koma í viðtöl með uppbrettar ermar og bauga undir augum,  þeir eru sæmilega sáttir, hefðu viljað komast lengra, eiga eftir að bera samninginn undir sína félagsmenn. Það er hin hefðbundna orðræða sem við þekkjum úr fréttum gegnum árin. Megas orti einu sinni um „stórsóknarfórnir“ Gvendar jaka.

En hjá hinni nýju Eflingu er þetta öðruvísi. Þetta er sigur og ekkert annað. Þau grípa undireins tækifærið til að túlka atburðarásina pólitískt eftir sínu höfði. Og það er dálítið í andanum: „Sáuð þið hvernig ég tók hann!?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Áhugavert svar Amorim
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar