fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Eyjan

Max von Sydow þarf loks að gefa skákina – eftir sjötíu ára stórkostlegan feril

Egill Helgason
Mánudaginn 9. mars 2020 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var ungur og fyrst að fá alvöru áhuga á kvikmyndum var Max von Sydow leikarinn sem lék í myndum eftir Bergman, skrapp annað veifið til Hollywood og kom fram í myndum eins og The Exorcist, en þunginn var í Bergman-myndunum. Sydow er nú látinn, níræður að aldri.

Sydow var hinn íhuguli maður, þetta var á tíma existensíalismans, hann er maðurinn sem stendur andspænis stórum tilvistarspurningum, er þrúgaður af sjálfsefa  – og líka andspænis Guði eða Guði sem ekki er til, því oft er trúarlegur þráður í myndum Bergmans.

Þannig birtist Sydow okkur í myndunum sem Bergman gerði á sjötta áratugnum og fram á þann sjöunda. Í Sjöunda innsiglinu þar sem hann er riddarinn sem teflir skák við dauðann, í Skömminni þar sem hann og Liv Ullmann eru tónlistarfólk sem hefur leitað skjóls undan stríðsátökum á lítilli eyju.

Ferillinn er reyndar fáránlega stór, spannaði 70 ár. Hann lék Jesús í myndinni The Greatest Story Ever Told 1965, var í Hönnu og systrum hennar, einu af meistaraverkum Woodys Allen, en undir lok ævinnar kom hann fram í Game of Thrones.

Davíð Þór Jónssn prestur skrifar þessa spaugilegu athugasemd um valið á Sydow í hlutverk Jesú Krists:

„Hann var líka flottur sem Jesús Kristur, talandi norræn útgáfa af King James þýðingunni. Lengra frá gyðinglegum uppruna persónunnar varð ekki komist.“

Sydow var af fínum sænskum ættum, pabbi hans Carl Wilhelm von Sydow var prófessor við háskólann í Lundi og var einn þeirra sem lagði grunn að fræðigreininni þjóðfræði. Mamman, Maria Margarete, var barónessa. Oft lék hann menn sem höfðu virðulegt, næstum aristókratískt fas, en hann var nógu fjölhæfur til að festast ekki í slíkum rullum – hann lék föðurinn, fátækan og ómenntaðan bónda, í Palla sigurvegara eftir sögu Martins Andersen Nexö og útflytjandann og bóndann Karl Oskar í Landnemunum eftir sögu Vilhelms Moberg.

Þegar ég var strákur voru myndir Bergmans sýndar nánast látlaust í listabíóum heimsins. Sumar sá maður í kvikmyndaklúbbnum Fjalakettinum sem starfaði í Tjarnarbíói, aðrar í kvikmyndahúsum erlendis. Mér er sérlega minnisstætt þegar ég sá Sjöunda innsiglið fyrst. Það var í Færeyjum. Ég var þar staddur um eftirmiddag, lítið að gera, en svo sá ég auglýsta sýningu á Sjöunda innsiglinu í Sjónleikarahúsinu.

Það var þoka úti, eyjarnar umluktar þokuslæðum og móðu, myndin fjallar um stöðuga návist dauðans – ég segi eins og er að beygurinn af þessu öllu fylgdi mér lengi eftir að ég sigldi frá eyjunum. En Sydow var frábær með sitt stutta ljósa hár, sterku andlitsdrætti og gáfuðu augu. Þannig man maður hann. En nú hefur hann þurft að gefa sína skák.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG