fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Fjör í formannsslag – „Litla ljónið“ sakar menntaðan sósíalista um lítillækkun – „Fyrirlitleg vinnubrögð hjá Hauki að tala með þessum hætti“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. mars 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hiti hefur færst í formannsframboð Félags eldri borgara (FEB). Alls þrír bjóða sig fram til formanns á aðalfundi þann 12. mars en sextán bjóða sig fram í stjórn. Þar af eru fjórir sem eiga sæti í stjórnum eða nefndum Sósíalistaflokks Íslands, líkt og Morgunblaðið greinir frá í dag.

Meðal þeirra er Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, en hann býður sig einnig fram til formanns FEB.  Hann neitar því að framboð hans sé flokkspólitískt í viðtali við Morgunblaðið en segir mótframbjóðanda sinn, Ingibjörgu H. Sverrisdóttur, vera flokksbundna Sjálfstæðiskonu, virkan félaga og baráttukonu gegn þriðja orkupakkanum.

Litla ljónið urrar á móti

Ingibjörg svarar Hauki í færslu á Facebook í dag. Hún minnir á viðurnefni sitt sem hún hlaut fyrir hörku sína í verkalýðsbaráttunni:

„Mitt markmið er einfalt, það er að berjast fyrir réttindum eldri borgara af alefli eins og ég hef gert, hér eftir sem hingað til. Rétt eins og ég gerði á yngri árum, þegar ég tók þátt verkalýðsbaráttu og sat í samninganefndum um kaup og kjör, þar sem ég þótti svo hörð að ég fékk viðurnefnið „litla ljónið“. Látum verkin tala, það mun ég gera!“

segir Ingibjörg.

Lítillækkuð af menntamanni

Ingibjörg sakar Hauk um lítillækkanir í sinn garð:

„Í ljósi ummæla Hauks í Morgunblaðinu í morgun sé ég mig knúna til að setja hér inn nokkur orð um lítillækkanir hans í minn garð. Ég hef aldrei lagt í vana minn að upphefja sjálfan mig með því að tala niður til annarra. Ég hefði nú haldið að hinn ágæti mótframbjóðandi minn, Haukur Arnþórsson, legðist ekki á þetta plan. Vel menntaður maðurinn. Maður er nú síviliseraðri en svo.“

Hún segir Hauk einnig fara með fleipur:

„Hins vegar ber að benda á þær staðreyndavillur sem Haukur ber á borð blaðamanns Morgunblaðsins í dag. Þar lætur hinn ágæti Haukur hafa eftir sér að hann færist sjálfkrafa í framboð til stjórnar FEB nái hann ekki kjöri sem formaður. Þetta er rangt! Hið rétta er að ágætur Haukur skilaði bæði inn framboði til formanns og stjórnar. Með því er Haukur að baktryggja sína aðkomu að félaginu.“

Ekki svaravert

Þá þvertekur Ingibjörg fyrir að vera áhrifamanneskja innan Sjálfstæðisflokksins:

„Þá lætur hinn ágæti Haukur að því liggja að ég haldi á einhvers konar valdasprota innan Sjálfstæðisflokksins. Þetta er bara alrangt og ekki svaravert. Í þessu samhengi ber að benda á þá staðreynd að ég stend ein að mínu framboði á meðan Haukur kemur með fimm manns úr Sósíalistaflokki Íslands sér til fulltingis í framboð til stjórnar. Og það úr einum stjórnarmálaflokki, Sósíalistaflokki Íslands. Talandi um samtryggingu! Það eru fyrirlitleg vinnubrögð hjá Hauki að tala með þessum hætti um mótframbjóðendur sína og ekkert annað að gera en að dusta þetta tal Hauks af sér eins og ryk.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“