fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Villandi útlitsmyndir af nýjum byggingum eru vandamál

Egill Helgason
Föstudaginn 6. mars 2020 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekkjum við þetta ekki hérna á Íslandi? Byggingar líta allt öðruvísi út þegar þær eru risnar en þær voru á útlitsmyndum arkitekta og byggingaraðila. Það má kannski fara að líta á þetta sem sjálfstætt vandamál, því ef þetta er rauninn er erfitt að taka alvöru afstöðu til nýbygginga.

Dæmið hér á myndinni er frá Osló. Þetta er nýja Munch-safnið þar í borg. Húsið er kallað Lambda, vegna þess að það minnir á grískan bókstaf með því nafni. Hanna Geiran skrifar um bygginguna á vefnum Vart Oslo. Villandi teikningar af nýjum húsum eru vandamál, er yfirskrift greinarinnarinnar, höfundurinn tekur svo djúpt í árinni að kalla þetta lýðræðislegt vandamál.

Við þekkjum þetta hér. Voru til dæmis myndirnar sem birtust af óbyggðu Hafnartorgi nægilega líkar útkomunni eins og hún lítur út í dag? Og svo má náttúrlega spyrja, að hve miklu leyti eru slíkar blekkingar vísvitandi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt