fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Sólveig Anna harðlega gagnrýnd – „Persónulegur fyrirsláttur“ -„Býr eitthvað annað að baki“ -„Leikskólakrakkar í sandkassanum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. mars 2020 15:30

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er þá hefur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sett borgarstjóra tvö skilyrði fyrir því að hitta hann á fundi um kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg.

Annarsvegar að birta glærur frá samningafundi þann 19. febrúar, til að ganga úr skugga um að tilboðið sé hið sama og Dagur kynnti í Kastljósþætti sama dag og hins vegar að mæta Sólveigu, eða fulltrúa Eflingar, í kappræðum í útvarpi eða sjónvarpi.

Ekki eru allir sáttir við þessar aðferðir Sólveigar.

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur upp hanskann fyrir borgarstjóra í færslu á Facebook í dag, en Viðreisn er í meirihlutasamstarfi við Samfylkinguna í borginni. Hann segir skilyrði Sólveigar til marks um að eitthvað annað búi að baki en að leysa deiluna:

„Erfiðar kjaradeilur eru aldrei leystar í fjölmiðlum og yfirleitt er það svo að samningar takast sjaldnast fyrr en slíkar skeytasendingar hætta og aðilar setjast að samningaviðræðum. Þegar kappræður í fjölmiðlum eru orðnar að skilyrði fyrir viðræðum um lausn kjaradeilu þá býr eitthvað annað að baki en hefðbundin deila um launakjör fólks,“

segir Þorsteinn án þess að útskýra nánar hvað hann eigi við.

Efling hefur áður verið sökuð um að „plægja akurinn“ fyrir Sósíalistaflokk Íslands, sem hyggst bjóða fram til Alþingiskosninga á næsta ári.

Sjá nánar: Sakar Eflingu um að „plægja akurinn fyrir Sósíalistaflokkinn“

Hreinn fyrirsláttur

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið gagnrýninn á nýja forystu Eflingar frá því Sólveig Anna tók við. Hann segir þetta útspil hennar aðeins gert henni sjálfri til framdráttar og hafi ekkert með kajradeiluna að gera:

„Hér hefur hvað eftir annað verið haldið fram að það sé Sólveigu Önnu um megn að semja fyrir hönd umbjóðenda sinna um kaup og kjör. Hér fæst staðfesting á réttmæti þessara orða. Til að hún geti rætt við borgarstjóra þarf hann fara að einhverju sem er hreinn persónulegur fyrirsláttur hennar og hefur ekkert með kjaradeiluna að gera. Að þannig skuli haldið á verkfallsvopninu sýnir að Sólveig Anna lítur bara á það sem tæki sér til framdráttar.“

Þurfi að hætta þessum sandkassaleik

Margrét Vala Gylfadóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Hlíðar, segir sandkassaleik þeirra Sólveigar og Dags bitna mest á börnunum í samtali við RÚV:

„Það er óásættanlegt að þetta virðist fara fram á Facebook-síðum aðila en ekki við samningaborðið. Fólk þarf að fara að huga að því að setjast við borðið og tala saman eins og fullorðið fólk en ekki eins og leikskólakrakkar í sandkassanum,“

segir Margrét, en verkfallið hefurstaðið yfir í 16 daga:

„Það eru börnin sem þetta fyrst og fremst bitnar á og þetta er virðingarleysi gagnvart þeim og foreldrunum. Þetta er náttúrulega ekkert orðið grín í dag, fólk er farið að taka launalaust leyfi og fara að ganga á sumarleyfið sitt, sem mun vanda erfiðleikum þegar leikskólarnir loka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“