fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Eyjan

Telur ummæli Davíðs um COVID 19 vera glórulaus – „Segja fólki að velja á milli möguleika á útbreiðslu hættulegrar veiru eða tekjumissi“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. mars 2020 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fordæmi glórulausar og vanhugsaðar yfirlýsingar SA og tilmæli þeirra til aðildarfélaga sinna að fyrirtækjum beri ekki skylda að greiða fólki laun ef það er sett í sóttkví. Einnig fyrir þá túlkun að bera stöðuna saman við að fólk sé frá vinnu vegna ófærðar,“

segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í pistli í dag á Facebook vegna ummæla Davíðs Þorlákssonar, forstöðumanns samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins í frétt RÚV um að þeir sem fari í sóttkví vegna COVID – 19 án þess að vera smitaðir, eigi ekki rétt á launagreiðslum fyrir þann tíma.

„Það er ábyrgðarhluti fyrirtækja, verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda að skapa ekki frekari óvissu en orðið er. Skilaboðin verða að vera skýr svo okkur takist að vinna úr þessu sameiginlega en ekki í einhverjum skotgröfum. Kostnaður atvinnulífsins nú þegar, er varla meiri en þegar árleg influensa gengur yfir,“

segir Ragnar við Eyjuna en hann telur nálgun SA óábyrga:

„Þessar yfirlýsingar eru óábyrgar og geta skapað enn meiri hættu og óvissu en orðið er og ekki þurfum við á því að halda. Með þessu eru SA að segja fólki að velja á milli möguleika á útbreiðslu hættulegrar veiru eða tekjumissi. Sem aftur getur sett samfélagið í enn meiri óvissu en orðið er og í enn meiri hættu, sem og stöðu fyrirtækja sem hljóta að eiga mikið undir eins og samfélagið allt að útbreiðsla sé heft eins og kostur er. Komandi frá samtökum sem kenna sig við ábyrga nálgun, á alla skapaða hluti, hljótum við að geta gert þá kröfu að þessi yfirlýsing verði dregin til baka og málið tekið fyrir á vettvangi ASÍ og SA ef þeir telja einhverja réttaróvissu liggja þar undir.“

Forföll eru greiðsluskyld

Ragnar heldur til því til haga að lögmenn VR og ASÍ hafi farið vel yfir réttarstöðu þeirra sem sendir eru í sóttkví vegna COVID-19 veirunnar:

„Niðurstaðan er eftirfarandi.Launafólk sem sett er í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu sýkt af COVID-19 eða sé hugsanlegir smitberar hans, er að mati VR og ASÍ óvinnufært vegna sjúkdóms eða vegna hættu á því að verða óvinnufært vegna hans. Þau forföll eru greiðsluskyld skv. ákvæðum kjarasamninga og laga.“

Eigi ekki að munnhöggvast opinberlega

Ragnar átelur einnig SA og ASÍ fyrir skort á fagmennsku:

„Sömuleiðis þurfa SA og ASÍ að nálgast þessi mál af meiri fagmennsku í stað þess að munnhöggvast á opinberum vettvangi. Þetta er stórmál sem varðar allt samfélagið. Það væri því miklu nær að vinnumarkaðurinn tæki sameiginlega afstöðu til málsins með stjórnvöldum og hvaða aðgerðir þurfi mögulega að koma til ef útbreiðsla veirunnar verður meiri en við teljum okkur ráða við,“

segir Ragnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?