fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Grikkir sitja uppi með vanda sem þeir áttu engan þátt í að skapa sjálfir

Egill Helgason
Mánudaginn 2. mars 2020 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóttamannavandinn í Grikklandi ágerist nú á nýjan leik. Við sjáum  nýskeð í Kveik sláandi umfjöllun um aðstæður í flóttamannabúðum á eyjunni Lesbos. Það er ljóst að Grikkir ráða ekki við þennan vanda enda vart komnir úr djúpri kreppu sem á varla sinn líka á Vesturlöndum í seinni tíð.

Nú hafa Tyrkir brugðið á það ráð að opna land sitt fyrir straumi flóttamanna sem kemur frá Sýrlandi. Manngrúanum er stefnt til Grikklands. Samskipti Grikkja og Tyrkja hafa farið mjög versnandi undanfarið vegna yfirgangs Erdogans forseta og duttlungafullrar hegðunar hans. Þannig búa Grikkir nú við stöðugar ögranir frá Tyrkjum. Og nú er Erdogan að nota flóttafólk líkt og vopn.

Grikkir hafa brugðið á það ráð að loka landamærum sínum eins og hægt er. Ríkisstjórnin segist ekki munu taka við nýjum umsóknum um hæli næsta mánuðinn. Það hefur komið til átaka milli lögreglu og flóttafólks.

Þetta er afar sorgleg saga. Flóttafólkið vill komast til Evrópu en eins og mál hafa þróast undanfarin ár eru það Grikkir sem sitja uppi með vandann. Evrópusambandið gerir alltof lítið til að hjálpa, horfir helst í hina áttina –Bandaríkin og Rússland sem beinlínis hafa tekið þátt í stríðsátökum gera ekkert fyrir flóttamennina  –  og nú lýsa Sameinuðu þjóðirnar því yfir að Grikkir megi ekki hætta að taka við hælisumsóknum. Að líkindum virðir gríska stjórnin það að vettugi.

En þetta er óþolandi ástand. Tyrkir hafa náttúrlega sinn mikla fjölda flóttafólks. En þeir standa líka í stríðsátökum en þar liggur uppruni hins mikla fólksflótta. Grikkir eiga hins vegar enga aðild þar að. Þeir þurfa að bera þunga bagga vegna ógnaratburða sem þeir eiga engan þátt í að orsaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Amorim er fluttur út
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar