fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Eyjan

Þorsteinn kemur borginni til varnar: „Reynt að draga fram öfgar og ágreining í stað þess að ýta undir vandaða umræðu“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 1. mars 2020 14:56

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt ábatagreiningu starfshóps Reykjavíkurborgar um mótun ferðastefnu var kostnaður Reykjavíkurborgar vegna ferðamanna 8,3 milljörðum umfram tekjur árið 2018.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur þessa framsetningu í minnisblaði um ábata Reykjavíkurborgar af ferðaþjónustu, koma á óvart og væri til þess fallið að reka fleyg í traust þeirra sem reka ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík á því að stjórnendur borgarinnar hafi raunverulegan áhuga á uppbyggingu ferðaþjónustu sem atvinnugrein í borginni.

Í minnisblaðinu kemur fram að neikvæður ábati sé fyrir Reykjavík af ferðaþjónustu, engu að síður er ítrekað tekur fram að ferðamannastraumur til landsins hafi jákvæð áhrif á ytra rekstrarumhverfi borgarinnar.

Minnisblaðið má lesa hér

Þingmaður Viðreisnar, Þorsteinn Víglundsson, er þessu ósammála og bendir á meiri hluti þeirra tekna sem hið opinbera fái úr ferðaþjónustunni renni í ríkissjóð en ekki til sveitarfélaganna.

„Þetta eru sérkennileg viðbrögð hjá framkvæmdastjóra ferðaþjónustunnar. Minnisblað Reykjavíkurborgar bendir aðeins á augljósa staðreynd. Helstu tekjur hins opinbera af ferðaþjónustu renna í ríkissjóð á meðan stór hluti útgjalda leggst á sveitarfélög. Um þetta hefur lengi verið fjallað án þess að nokkuð hafi verið gert til að rétta hlut sveitarfélaganna. Beinar tekjur ríkisins af ferðaþjónustu liggja í virðisaukaskatti, eldsneytisgjöldum, tryggingargjaldi, gistináttagjaldi, kolefnisgjöldum, innflutningsgjöldum á bifreiðar og svo mætti áfram telja. Tekjur sveitarfélaga liggja í fasteignagjöldum og útsvari. Sveitarfélög þurfa á móti að byggja upp fjölþætta innviði fyrir ferðaþjónustuna.“

Þvert á móti sýni þessi gagnrýni borgarinnar ekki fram á neikvæða afstöðu til atvinnugreinarinnar heldur endurspegli efnahagslegan veruleika sem hafi ítrekað verið gagnrýndur af sveitarfélögum.

„Þvert á móti er í minnisblaði borgarinnar ítrekað talað um jákvæð áhrif greinarinnar, þótt þau veðri ekki metin til fjár fyrir sveitarfélög í samantekt sem þessari. Í stjórnmálaumræðu er því miður of oft reynt að draga fram öfgar og ágreining í stað þess að ýta undir vandaða umræðu. Jóhannes Þór fellur því miður í þann pytt hér. Það er mikilvægt að geta rætt tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga án sleggjudóma um að í slíkri umræðu liggi einhver andúð á þessari mikilvægu atvinnugrein.“

 

Sjá einnig: 
Kostnaður Reykjavíkurborgar af ferðamönnum 8.3 milljarðar umfram tekjur – „Vel þess virði“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?