fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Eyjan

Inga Sæland gáttuð á menntahroka gagnrýnenda hennar – „Gera lítið úr skoðunum annara, kalla þá frekjudollur lýðskrumara og fávita“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 29. febrúar 2020 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég velti fyrir mér menntahrokanum sem ég er að sjá hér víða um netheima. Snillinga sem þykjast vera öðrum æðri og meiri. Gera lítið úr skoðunum annara, kalla þá frekjudollur lýðskrumara og fávita, „segir Inga Sæland í pistli á Facebook.

Inga Sæland var áberandi í umræðunni í vikunni sem leið. Gagnrýndi hún sóttvarnarlækni vegna viðbragða við hættunni af kórónaveirunni og taldi rétt að loka landinu og koma upp sóttkví í Egilshöll. Í kjölfarið fór hún í eftirminnilegt viðtal í Kastljós þar sem henni og þáttastjórnanda, Einari Þorsteinssyni, lenti saman. Í kjölfarið voru bæði gagnrýnd,  Einar fyrir framgöngu sína sem þótti einkennast af óvirðingu og hroka gagnvart Ingu og Inga fyrir að tjá sig um málefni sem hún hefði ekki sérþekkingu á.

Sjá nánar: 

Gunnar Smári segir Einar hafa enga sómakennd og Eiríkur tekur undir

Ólafur kemur Einari til varnar og baunar á Gunnar Smára og Ingu Sæland 

Inga svarar fyrir gagnrýnina í áðurnefndum pistli á Facebook þar sem hún bendir á þá kröfu sem almenningur virðist gera til þingmanna að þeir séu sérfræðingar í öllu.

„Sem Alþingismaður velti ég því fyrir mér hvort „snillingarnir“ sem allt þykjast vita ætlist til þess að ég sé ja t.d geðlæknir, taugasérfræðingur, skurðlæknir, lögfræðingur, dómari, múrari, pípari, smiður,kennari, rafmagnssérfræðingur, skipstjóri og bara með alla heimsins menntun til að vera bær til að leggja fram frumvörp og þingsályktanir í þeim hjartans málum sem við í Flokki fólksins gerum kinnroðalaust og það á mörgum sviðum án sérfræðimenntunar á tilteknu sviði. Rýr væru þingstörfin ef þannig væri málum háttað, ég segi ekki annað en það.“

Inga segir að í áðurnefndu Kastljósviðtali þá hafi hún verið gagnrýnd fyrir að viðurkenna þekkingarleysi sitt á kórónaveirunni. Hún hafi hins vegar verið að benda á að veiran væri fordæmalaus og veirufræðingar stæðu á gati vegna hennar. Því geti hún ekki þóst vita meira en aðrir.

„Sú veira sem nú hellist yfir heimsbyggðina er fordæmalaus. Einstaklega athyglisvert ef einhver sé svo mikill einfeldningur að halda að ég viti meira um hana en sérfræðingar í veirufræðum sem standa á gati vegna henna. Til eru sjálfskipaðir sérfræðingar í eigin snilligáfu sem telja að ég sé bjáni þegar ég segi það hreint út að ég hafi ekki vit á þessari veiru umfram það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) kemur með reglulega. Sem nú hefur lýst yfir hættuástandi á efsta stigi.“

Þrátt fyrir gagnrýnina segir Inga að hvorki hún né Flokkur fólksins láti það halda aftur að sér. Sama hvaða nöfnum Inga er kölluð þá ætlar hún að brosa áfram og sleppa því að hafa áhyggjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?