fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Eyjan

Auðar Feneyjar

Egill Helgason
Laugardaginn 29. febrúar 2020 19:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feneyjar eru borg sem eru að drukkna í túristum – og reyndar vatni líka. Nýlega eru afstaðin mikil flóð þar. Og ekki er ein báran stök. Nú ber svo við að Feneyjar eru nánast tómar. Ferðamenn þora ekki að koma þangað vegna covid 19. Þá eru Feneyjar í skrítinni stöðu því nær allir innfæddir borgarbúar eru líka flúnir fyrir löngu. Eftir eru bara þeir sem sinna túristaflóðinu. Ég á vin sem er af fornum feneyskum ætttum, það þykir afar fínt og pínu dulúðugt, en hann er fluttur upp í fjöllin með fjölskyldu sinni og leigir út íbúðina í Feneyjum.

Þetta er náttúrlega gamalt pestasvæði. Á Ítalíu þróaðist borgarmenning einna fyrst þegar hinum svokölluðu myrku miðöldum lauk. Þá voru borgir á Ítalíu afar voldugar, Feneyjar, Flórens og Genúa, svo nokkrar séu nefndar. En drepsóttir gengu reglulega yfir og þá varð lítið um varnir. Eitt helsta rit ítalskra bókmennta, Decamerone eða Tídægra eftir Boccaccio fjallar um hóp fólks sem flýr pláguna í Flórens á miðri fjórtándu öld, fer í sóttkví  á sveitasetri þar sem það skemmtir sér við að segja sögur.

Við getum nefnt nýlegra dæmi, Dauðann i Feneyjum, stutta skáldsögu eftir þýska meistarann Thomas Mann. Hún fjallar um tónlistarmanninn Gustav von Aschenbach sem dvelur i Feneyjum á tíma kólerusóttar– sögutíminn er snemma á 20. öld. Luchino Visconti gerði fræga kvikmynd eftir sögunni þar sem er notuð afar draumkennd og fögur tónlist úr 5. sinfóníu Mahlers.

Feneyjar eru skrítinn staður. Maður er ekki viss um að maður vilji fara þangað lengur vegna túristahjarðanna, svona rétt eins og gildir um Santorini og Barcelona. En það hlýtur að vera merkilegt að upplifa borgina svona tóma á þessum miklu ferðamennskutímum.

Sjálfur kom ég fyrst til Feneyja vorið 1978. Þá var annar tími. Fátt fólk á ferli. Borgin hafði dálítið heillandi yfirbragð hnignunar. Ég gekk um auðar götur milli síkja. Þar voru innfæddir – jú, og dálítið af rottum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG