fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Sakar Eflingu um að „plægja akurinn fyrir Sósíalistaflokkinn“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. febrúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þröstur Ólafsson, hagfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Alþýðuflokksins, hefur áður lýst rimmum sínum við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, en óhætt er að fullyrða að þau hafi ólíka sýn á framgöngu verkalýðsfélaga í kjaradeilum. Sagði hann í janúar að Efling notaði ungabörn sem gísla í kjaradeilunni við Reykjavíkurborg og tók Sólveig Anna vægast sat illa í þá pillu.

Sjá nánar: Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“

Sjá nánar: Þröstur vandar Sólveigu ekki kveðjurnar:„Ég fékk yfir mig galldembu“

Gott tilboð frá borginni

Þröstur segir í dag að sama sé uppi á teningnum hjá Eflingu, þrátt fyrir „myndarlegt útspil“ Reykjavíkurborgar með nýju tilboði sínu:

„Ég fékk dýfu skammaryrða frá Sólveigu Önnu þegar ég vogaði mér að líkja vinnubrögðum og kröfugerð Eflingar á hendur borgarinnar fyrir umönnunarstéttir og aðra, sem eins konar gíslatöku. Mér sýnast þessi vinnubrögð halda ótrauð áfram þrátt fyrir myndarlegt útspil borgarinnar. Sem nokkuð hagvönum samningamanni finnst mér kyndugt að Efling skuli ekki taka útspili Dags fagnandi og setjast niður og semja,“

segir Þröstur.

Stórveldishroki

Hann telur að Efling eigi að taka tilboði borgarinnar, það hefði Dagsbrún gert á sínum tíma:

„Við samningaborðið á að rífast,spyrja í þaula og krefjast svara við því sem virðist óljóst. Ekki í fjölmiðlum með formlegum stórvelda yfirlýsingum um áframhaldandi stríðátök. Stórveldishroki leiðir ekki til farsællar niðurstöðu. Hræddur er ég um að við hefðum ekki látið bíða lengi eftir okkur á Dagsbrún í þá daga, ef við hefðum fengið annað eins tilboð á borðið.Það er enginn annar staður til að semja en samningsborðið, þótt leiðinlegt geti verið.“

Annarlegur tilgangur

Þröstur lætur þó ekki þar við sitja, heldur telur hann að það sé ekki markmið Eflingar að ná fram bættum kjörum, heldur að skapa glundroða:

„En kannski var það aldrei megin tilgangur að semja um bætt kjör, heldur að skapa glundroða og óánægju og plægja akurinn fyrir Sósíalistaflokkinn. Dagsbrún var iðulega ramm pólitísk – en hún var aldrei verkfæri utanaðkomandi afla.“

Viðar svarar

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, svarar Þresti í athugasemdarkerfinu og segir hann ekki taka vel eftir:

„Þú virðist ekki taka vel eftir, Þröstur. Samninganefnd Eflingar hefur tekið útspili Dags með jákvæðum hætti og óskað skýringa á því til hvað hópa það nái og hvaða skilyrðum það sé háð. Þær skýringar fást hins vegar ekki og málið augljóslega stopp á meðan. Við erum nefnilega að reyna að gera kjarasamning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“